.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, október 14, 2006

nú þegar hún bylgja mín þessi elska er byrjuð að blogga þá get ég nú ekki verið minni manneskja en hún, og sé mig knúna til að koma nokkrum orðum á skjáinn. undanfarið hef ég nú bara tjáð mig hérna svona þegar ég hef verið að ferðast eitthvað, en nú er bara að hnoða einhverju saman

nú sit ég heima hjá mér, hálf þunn og sjoppuleg. ég fór með stelpunum á annarri hæðinni í músakot í gærkvöldi. það var ekki neitt í líkingu við hótelið í london í sumar þó, sem betur fer. ég varð ekki vör við eina einustu mús, en mjög góðan félagsskap. hún gróa maría dekraði svoleiðis við okkur í mat og drykk. við fórum í stígvélaspark... ég hélt ég myndi vinna... tókst alltaf að lenda í sama trénu, en ágústa svoleiðis þrusaði stígvélinu hans ingólfs þannig að bílarnir voru í stórhættu. teygjuleikurinn var í gangi meðan við borðuðum.. hehe maður er alltaf jafneinfaldur og saklaus :P gyða valtaði yfir okkur þar með lúmskunni í sér... og þá var komið að leiðinlegasta laginu.... tókum eitt með leoncie bara fyrir róbert... en það var auðvitað ekki spurning hvert leiðinlegasta lagið var þegar það kom í ljós að tvær af sex höfðu valið sama lagið... og boj ó boj það var skelfilegt lag... framsóknarlag eitthvað, sem ég hafði aldrei heyrt. en þar sem það voru gyða og ágústa sem voru með þetta lag og þær voru nú búnar að vinna hina tvo leikina hehe þá völdum við næst leiðinlegasta lagið... og það var heiða sem kom með það... ég vil ganga minn veg... (með sínu lagi...)

veðrið... já úff.. það var rosalega gott veður i gærkvöldi.. gátum verið úti á palli bara á bolnum... maður gerir ekkert endilega ráð fyrir því svona um miðjan október. fórum að sofa um fjögur leitið. síðan bara gerðist eitthvað... þvilíkt hávaða rok og grenjandi rigning. arininn fauk um koll og brotnaði í þúsund mola... svo þegar við fórum á fætur þá voru tómar bjórdósir út um allt hehehe... þannig að svæðið leit út eins og það hefði verið þvílíkt vilt partý.

en meðan ég sit að sumbli og með viðeigandi þynnku þá var róbert í öðrum örlítið heilsusamlegri verkefnum. til lukku með árangurinn essgan... þú ert flottastur.