.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, maí 01, 2004

þetta var alveg yndislegt brúðkaup. það var mjög mikil tónlist í athöfninni sjálfri, m.a. sungu brúðhjónin sjálf. alveg meiriháttar. svo hélt það áfram í veislunni. mikið af tónlistarfólki í báðum fjölskyldunum, þannig að það var af nógu að taka.

sá auglýsingu um gospeltónleika í krossinum á næsta laugardagskvöld. væri áræðanlega gaman að fara á þá. nema hvað að árni johnsen kemur þar fram. af hverju í ósköpunum þarf hann að vera þarna. það eiginlega varð til þess að mig langaði ekkert að fara á tónleikana. ég þoli ekki manninn, og hef aldrei gert. það er bara eitthvað við hann sem fer í mínar fínustu. hrollur.

ég er næstum viss um að ég skrifaði eitthvað hérna í gær. hhhmmmm

en hvað um það. ég fór út að skemmta mér í gær. kórnum var sem sagt boðið í grill og huggulegheit. þetta var eitthvað það mest skemmtilega partý sem ég hef farið í lengi. maturinn var alveg yndislegur. fyrst var boðið upp á púrtvín og smá rétt svona til að hita upp meðan allir væru að koma. svo var grillaður risahörpudiskur sem hreinlega bráðnaði upp i manni og hvítvín með. m m m grilluð nautalund og meððí, ofboðslega góð og rauðvín með henni. kaka, kaffi og grand í eftirrétt. grandarnir urðu reyndar nokkrir. en þetta var alveg dásamlega gott allt saman. svo var náð í hljómborðið og byrjað að syngja, þetta er nú einu sinni kór. og ég söng og dansaði alveg vitlaus manneskja. ég sem ætlaði bara svona aðeins að kíkja til að reyna nú að kynnast fólkinu aðeins, fór ekki heim fyrr en klukkan að ganga fjögur í nótt. ég sé sko ekki eftir þessu. eina sem skyggði á kvöldið var að einn kórfélaginn var nærri kafnaður. kjötið stóð svona svakalega í henni, og hún náði ekki andanum. húsbóndinn á heimilinu gekk hins vegar snöfurmannlega til verks, og losaði hana við bitann, sjúkrabílinn var afpantaður og allt féll í ljúfa löð aftur. þetta er ekki góð tilfinning að horfa upp á fólk sem nær ekki andanum og geta ekkert gert. en þetta endaði nú allt vel.

ég vaknaði svo núna kl 7 20 í morgun. komm on. af hverju í ósköpunum er maður að vakna á þessum tíma, aleinn ekki búin að sofa nema einhverja þrjá tíma. ég ekki skilja alveg. en boj o boj ég var svooooo þunn. fór og náði mér í verkjatöflu, fékk mér að borða aðeins, þvoði mér i framan og svona allt sem er svo gott þegar maður er svona myglaður, og lagðist aftur upp í rúm. með tölvuna hehehe og kveikti á tónlistinni og er búin að vera að dorma svona síðan. ég er semsagt núna að upplifa það sem hann siggi sér í hyllingum. hann var að tala um það um daginn þegar við fórum út að borða, að honum fyndist svo gott að vera þunnur, liggja í sófanum allan daginn, alein og horfa á boltann (minnir mig að það hafi verið) ég sem sagt hef nú engan áhuga á neinum boltum, en þeim mun meiri áhuga á tölvunni minni svo hún kemur í staðinn, og rúmið er auðvitað mikið þægilegra en sófinn. en ég held að það sé runnið af mér núna og ég hætt svona nokkurn vegin að vera þunn. svo þetta er allt að koma. enda þarf ég að hressa mig við því það er brúðkaup á eftir. já já nóg að gera. óli pétur frændi minn og kristín ætla að fara að gifta sig. athöfnin fer fram í krossinum, og ég hlakka mikið til. hef aldrei farið í krossinn áður.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

það sprakk í bílnum mínum í dag. sem er nú allt í lagi þannig séð. ég get alveg skipt um dekk. hef gert það mörgum sinnum. ég þurfti á sínum tíma að kenna ásmundi að skipta um dekk, og hann var nú búin að vera í löggunni. mikil hjálp í honum í neyð hehe. en burt séð frá því, þá auðvitað svipti ég vardekkinu og tjakknum og tilheyrandi verkfærum úr skottinu og hófst handa. ég var nú svo heppin að hafa lagt bílnum niðri (eins og ég geri nú alltaf) þannig að ég hafði þó þak yfir höfuðið meðan á verkinu stóð. en ég samt hófst handa við að losa dekkið, losaði eina.... tók aðeins á (hef aldrei séð svona mikið ryð á einni felgu) aðra og þriðju. svo kom að þeirri fjórðu og hún vildi ekki haggast bölvuð......... það var ekki fyrr en ég var búin að stappa á lyklinum og hvæsti á dekkið: ÉG ÆTLA EKKI AÐ BIÐJA UM HJÁLP sem helv... losnaði. þá gat ég nú tekið gleði mína á ný að ég hélt. en það reyndist mesti misskilningur. fjan... dekkið vildi ekki undan bílnum. það var alveg sama hvað ég togaði, sparkaði, bölvaði og ragnaði. það fór ekki af. svo ég þurfti þó mér væri það þvert um geð, að æða inn í vinnuna og biðja um hjálp. aarrgghh. eins og þeir vita sem þekkja mig, (og þessi umræða hefur nú farið fram í morgum saumklúbbum) þá þoli ég ekki þegar ég get ekki bara bjargað mér sjálf. veit ekkert leiðinlegra heldur en eitthvað ósjálfbjarga kvenfólk með sprungið dekk. fussumsvei. en þetta hafðist allt á endanum. það góða við þetta var að nú lét ég verða af því að kaupa mér sumardekk undir bílinn, áður en löggan næði að sekta mig. en það slæma var að ég hafði ekki efni á því að kaupa dekkin. jæja sjáum hvað gerist hef áhyggjur af því 1. júní hehe verður góð afmælisgjöf að ráða ekki við visareikninginn. hhmmm

annars kann ég margar svona sprungið dekk sögur af mér. pabbi og mamma voru nýbúin að kaupa sér bíl nýjan úr kassanum (flottheit) þegar ég fékk bílpróf. ég var nú svo heppin að mömmu hefur nú aldrei fundist neitt spennandi að keyra, svo ég var alltaf á bílnum alla daga, gegn því að skutla henni í og úr vinnu. góður díll. en það var einn galli á gjöf njarðar, það var alltaf að springa á bílnum. mér fannst þetta ekki alveg eðlilegt. alltaf fór ég með dekkin í viðgerð, og þeir gerðu samviskusamlega við. það lá við að ég væri farin að heilsa strákunum í sólningu út á götu. (k þetta voru nú auðvitað kallar í mínum augum þegar ég var sautján. ég er viss um að meðalaldurinn á dekkjaverkstæðum hefur lækkað, því ég get svo svarið að þetta voru bara stráklingar á verkstæðinu í dag). það var ekki fyrr en pabbi fór í eitt skiptið með dekkið að þeir ropuðu út úr sér að það væri nú þekkt vandamál með þessa bíla að það væru ónýtar slöngur í þeim. fuss. ekki segja mér það neinei.

þegar ég var átján þá var ég að vinna á ísafirði um sumarið, á frábæ. við jóna fórum um verslunarmannahelgina á húnaver. var rosalega gaman hjá okkur þá. hún var á bíl, einhverjum rosa stórum amerískum kagga. svo keyrðum við heim á leið, og vorum um miðja nótt í ísafjarðardjúpi einhversstaðar, þegar sprakk hjá okkur. við auðvitað sveifluðum okkur út úr bílnum, en viti menn hún var ekki með tjakk. hver fer í ferðalag án þess að vera með tjakk í bílnum komm on. hhmmm þarna vorum við staddar í svarta myrkri, mið nótt, í einhverjum firði í djúpinu. það var bara eitt til ráða, og það var að labba af stað. úffff það var skerí svo ekki sé meira sagt. svo kom einhver rolluskratti fram undan stein og var nærri búin að drepa okkur úr hræðslu. við höfðum ekki hugmynd um hvar næsti bær væri, og ég man nú ekki hversu lengi við þurftum að labba, en það var góður spotti. það sem við vorum glaðar þegar við sáum hús, og bönkuðum uppá. ræstum þennan ágæta bónda sem lánaði okkur tjakk og skutlaði okkur til baka að bílnum. það var mikil gleði. mæli samt ekki með svona kvöldgöngu þarna. úhúhúhú (hrollur)

miðvikudagur, apríl 28, 2004

nei og nei. ég er sko ekki flutt á akranes. ertu alveg snar. það bara datt úr mér allur skrifandi eftir nokkurra klukkustunda dvöl þarna. hehe. neinei þetta var bara fínt.

ég var að lesa bloggið hjá meinvil, og hún heldur að hún sé í einhverjum mömmu vanda. ég get nú bara ekki orða bundist og sagt frá minni hlið af svoleiðis hlutum. nú svo er nú mál með vexti að ég er alveg óhemju lík mömmu í útliti, og ég fæ að heyra það oft og oft og oft. til dæmis kom ein gömul í rannsókn hjá mér í vinnunni, horfði á mig, og svo kom...... ert þú dóttir hennar önnu jónu. úfff ég setti að sjálfsögðu upp sparibrosið og játti því. finnst þér við vera líkar ????? svo stundum þegar ég kem eins og til mundu, þá kalla ég halló um leið og ég strunsa inn í íbúðina. okok hún er ekki eins heppin og ég að búa við læstar dyr, þar sem enginn kemst inn nema fuglinn fljúgandi. við nefnilega erum ekkert að hafa fyrir því að banka, hún kæmist hvort eð er aldrei hjá því að hleypa okkur inn í íbúðina hehe. en hvað var ég að segja. jú þegar ég kalla halló, eiga krakkarskammirnar það til að halda að amma sé komin í heimsókn. hhhmmmm. stundum heyri ég það líka sjálf þegar ég er að tala. hugsa OMG þetta var alveg eins og mamma. svo þegar meinvill er að hafa áhyggjur af einhverjum einum jakka sem hún píndi hr. meinvil til að gefa, þá blæs ég bara á það. (þeir sem vilja vita alla söguna verða að lesa sér til) en það er eins og þú segir, ekki það að það sé eitthvað að mæðrum okkar. maður vill bara ekki vera mamma manns (frekar flókið jæja þið skiljið það samt ekki satt).

ef ég verð svo heppin, sem ég ætla að vona, að ég finni mann sem er tilbúin að búa til eitt barn í viðbót, (með mér það er að segja) og það yrði svo stelpa, þá ætla ég að vona hennar vegna að hún verði ekki eins og mamma sín. það er ekkert gaman ef það verða allir eins. líkurnar eru samt ekki henni í hag því munda amma er svo eins og við líka. ok ok hún er það kannski ekki lengur þar sem hún dó fyrir sextán árum síðan (ég ætla alla vega að vona að ég líti ekki út fyrir að vera búin að liggja í gröfinni í sextán ár, jakk) ég bara skil ekki af hverju systur mínar tvær sluppu svona vel. hhmmm er eitthvað réttlæti í þessu ég bara spyr.