.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, janúar 22, 2005

úfff nú er ég búin að sofa..... verst að maður getur ekki sofið fyrir fram, sem sagt notað helgarnar og bara sofið fyrir alla vikuna. svona eins og sveigjanlegur vinnutími.

ég ætlaði nú aldeilis að hafa það huggulegt hérna í gær. keypti mér bjór og pizzu kom heim úr vinnu kl átta með góssið, kveikti á sjónvarpinu og fleygði mér í sófann. opnaði bjórinn teygði mig i pizzusneið og man næst eftir mér þegar að scent of a woman (heitir hún það ekki myndin á skja éinum í gær) var að byrja, ég barðist við að halda augunum opnum yfir henni, því mig langaði til að horfa, en mikið skelfing var það erfitt. en þegar að hún var búin þá var ég hins vegar glaðvakandi. the girl sure knows how to have fun........ en horfa á björtu hliðarnar. nú get ég borðað kalda pizzu í dag, og á 83% af bjórnum mínum eftir. kannski ég nái að vaka yfir honum í kvöld... hver veit.

ég var heilaþvegin svo í síðustu viku með latabæ að lögin hljóma öll aftur og aftur í hausnum á mér.... þegar ég er ein.... gott cd drive góður harður diskur.... stína símalína... og og og og... kannski ég verði búin að jafna þetta út þegar að íþróttaálfurinn minn kemur aftur og heldur áfram að horfa. sjáum hvað gerist næsta föstudag.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

þegar ég er þreytt
þegar heimurinn vondur er
huggar mig það eitt
bara að vita af þér hér

þegar fólk er flest
fúlt með allt á hornum sér
oft í vök ég verst
en ég veit þú bjargar mér

ég er aldrei ein
þótt eitthvað hendi mig
ég er aldrei ein
af því ég á þig
og af því ég á þig á ég góðan vin.

já ég á þig að
ég á svo góðan vin

þriðjudagur, janúar 18, 2005

hún anna kristín á afmæli í dag.... til hamingju með daginn :)

mánudagur, janúar 17, 2005

ég má nú reyndar til með að láta stjörnuspána frá téðri síðu fylgja með....

Mán 17.1.2005

Tvíburarnir (21.maí - 21.júní)
Hér kemur fram að þú hefur tilhneigingu til að missa sjónar af tilgangi tilveru þinnar. Þú ert án efa yfirburðamanneskja sem státar af afburðahæfileikum. Sérstaða þín er kostur.

sko... segið þið svo að stjörnuspeki sé bull hehehe

ég er askur..... jú, í alvöru sá það á spamaður.is

Askur - Metnaður
25.05-03.06 & 05.08-13.08 & 22.11-01.12

Manneskjan er óvenju aðlaðandi, lífleg, hvatvís og kröfuhörð. Hún tekur ekki gagnrýni vel, er mjög metnaðargjörn, og býr yfir góðri greind og hæfileikum. sko... þetta er ég :)

Manneskjan leikur sér að örlögum sínum og er sjálfhverf á stundum. Henni hættir til að láta heilann ráða ferðinni í stað hjartans, en er trygg í ástum og tekur náin kynni mjög alvarlega.

ég held ég þurfi ekkert að hafa fleiri orð um þetta....