.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, maí 22, 2004

djíísusss. fékk ég nokkuð áfall í morgun. nú af einhverjum dularfullum ástæðum sofnaði ég í gærkvöldi, og það var kveikt á tölvunni því ég hafði verið að hlusta á tónlist, sem svo var í gangi í alla nótt, nema hvað að þegar ég vaknaði svo í morgun, nb ekki af fúsum og frjálsum vilja, og fór eitthvað að eiga við tölvuna, þá dó hún. ímyndið ykkur bara, ég tölvulaus. skjótið mig bara strax. ég fór um hana mjúkum höndum, færði hana til í íbúðinni og klappaði henni og strauk, en allt kom fyrir ekki, hún neitaði alfarið að starta upp aftur. það lá við að ég þyrfti að fá róandi.

það var mér til happs að ég var búin að lofa strákunum að fara með þá í ömmu sveit í dag, þannig að ég gat ekki leyft mér að leggjast í þunglyndi yfir viðhaldinu sem yfirgaf mig svona snögglega. við semsagt brunuðum austur og höfðum rebekku með okkur. þetta var svo sem ekki slæmt, en hvað það gat ringt, maður minn lifandi, það var ekki hundi út sigandi. munda og bjössi voru búin að tjalda, en maður þurfti samt að vera í regnfötum, því tjaldið míglak. við (eða ég öllu heldur) ákváðum því að fara heim aftur þegar amma var búin að fóðra okkur. lögðum af stað í bæinn rúmlega sex, og arnar var sofnaður áður en við komum að árnesi. ágúst sofnaði svo stuttu seinna, og svo birna. sem sagt brjálað stuð í bílnum hjá mér. ég þurfti nú sem betur fer ekki að halda á birnu inn, og tókst að koma arnari í rúmið án þess að hann vaknaði. var nú ekki eins heppin með ágúst, þannig að hann er tiltölulega nýsofnaður aftur. varð skyndilega þreyttur þegar ég sagði honum að hann þyrfti að lesa fyrir mig. hehehe illa innrætt móðir.

en þá var komið að því að klappa viðhaldinu, strjúka því og muldra einhver ástarorð og voila.... það virkaði. við eigum í betra sambandi en nokkru sinni. ég er búin að lofa því að muna að slökkva á kvöldin og halda heilagan hvíldartímann samkvæmt ees samningnum en það er ellefu klukkustunda samfelld hvíld á sólarhring, og bannað er að fara fram á meira en sextán klukkustunda vinnu, nema almannaheill sé í veði (held það sé orðað einhvern vegin svona), og í staðinn fæ ég óskipta athygli án frekari uppákomu.

fimmtudagur, maí 20, 2004

ójá ég fékk að sofa í tvo tíma, áður en arnar reyndi að sannfæra mig um að það væri komin dagur. ojojojoj ég var sko ekki tilbúin til að samþykkja það, en varð að gefa eftir og druslast fram úr og fóðra barnið. ágúst vaknaði svo stuttu seinna, þannig að þá kastaði ég mér í sófann undir sæng, og dottaði meðan þeir voru eitthvað að dunda sér. þeir voru nú reyndar alltaf að reyna að fá mig til að gera eitthvað, en fengu ekki góðar undirtektir. heyrðist bara eitthvað uml undan sænginni. annars finnst mér alveg stórundarlegt hvað ég er ekki þunn. ég blandaði saman einhverjum aragrúa að drykkjum (bjór, bolla, b52, koníak), en ég er alveg búin að sjá það á mínum drykkjuferli að það er alveg sama hvað ég drekk, svo framarlega sem ég blanda ekki saman rauðvíni og bjór. þá verð ég nefnilega fárveik.

annars er móðir mín að reyna að plata mig til að koma austur með strákana á laugardaginn. aldrei að vita nema ég skelli mér bara, hvort sem ég kem heim samdægurs eða verð yfir nóttina. það kemur bara í ljós.

jæja nú var ég að skríða í hús, gummi krútt kom og skutlaði mér heim, því ég nennti ekki með nokkru móti að labba (enda frétti ég eftir á að það væri tveggja stiga frost, hrollur. óvissuferðin heppnaðist með besta móti, enda er þetta eðalfólk sem sá um að skipuleggja ferðina. það var sungið og trallað, borðað, drukkið, synt, drukkið meira og borðað meira, og dansað og sungið enn meir. fórum svo í heimahús, því við auðvitað gátum ekki hætt, en þar datt ég út eitt augnablik, ekkert alvarlega samt. heyrði og fann þegar breitt var yfir mig, og þegar fólk var að tínast á players, en ég bara gat ekki meir, enda hafði ég vaknað klukkan fjögur um morguninn og var orðin ansans ári þreytt. en hafði loks rænu á að koma mér heim til mín, og ætla nú að fá mér smá kríu, því það styttist í að strákarnir fari að vakna. úffffffff

miðvikudagur, maí 19, 2004

ég fór með arnar til augnlæknis. ég var farin að hafa áhyggjur af honum þessari elsku. hann blikkar orðið augunum í tíma og ótíma, sem væri svo sem allt í lagi, ef því fylgdi ekki gretta sem næði yfir allt andlitið, og þetta hraðversnaði undanfarnar vikur. augnlæknirinn ákvað að þetta væri að öllum líkindum ofnæmi, og þá trúlega í sambandi við gróður, svona af því að þetta er að gerast á þessum tíma. við fórum því heim með dropa í augun sem eiga að notast kvölds og morgna svo lengi sem þörf er á. og þá byrjuðu slagsmálin. ég náði að setja einn dropa í annað augað, og þá var hann að reyna að sannfæra mig um að meiddið væri farið úr augunum, og hann þyrfti aldrei aftur að fá svona dropa. ég mætti bara skila þeim. o ég hlakka svo til að byrja aftur þegar hann vaknar. not. en þetta var alla vega skárra heldur en hitt sem mér datt í hug að væri að hrjá hann. ef þetta hefði ekkert með augun að gera, þá hlyti það að vera tourette eða eitthvað álíka skemmtilegt, svo þetta er bara fínt svona ekki satt :)

well allavega þá er óvissuferðin hjá okkur að ganga í garð aftur. ég er búin að fara í vínbúðina, keypti mér bjór og setti í kælinn upp á rannsókn, þurfti að hliðra til einhverjum blóð og þvagsýnum til að koma bjórnum mínum fyrir. maður verður nú að kunna að forgangsraða í lífi sínu ekki satt.