.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, desember 17, 2005

ok nú er klukkan um fjögur aðfararnótt laugardags og ég er nýkomin heim. það skal tekið fram að ég hef aldrei (og ágúst er orðin tíu ára gamall) farið með strákana mína í partý og verið að skrönglast með þá heim steinsofandi um miðjar nætur, en tilefnið var auðvitað fertugsafmæli systur minnar. við mættum samviskusamlega kl hálf átta, sem sagt stórfjölskyldan, ásamt siddý systir og hödda, og sungum afmælissönginn út á túni hjá þeim í blásölum... stuttu eftir að við komum inn þá kom í ljós að þetta var ekki hefðbundin afmælisveisla, heldur höfðu þau haft samband við gumma kalla, sem er presturinn okkar hér og vill svo skemmtilega til að hann býr í húsinu beint á móti þeim, og hann gerði sér lítið fyrir og tölti yfir til okkar og gifti þau skötuhjú. þau eru búin að vera saman í 22 ár ef ég man þetta rétt. þetta fór auðvtiað allt saman rosalega vel fram og svo var bara sungið og dansað fram eftir nóttu.....

þetta var alveg rosalega gaman :D:D:D:D:D:D

til hamingju elsku systir mín og mágur. megið þið hafa það alltaf sem allra allra best....

föstudagur, desember 16, 2005

hún munda systir mín á afmæli í dag. jeminn... hún er fertug... omg!!!! sem þýðir að ég nálgast það líka hehe. svo er bara að skella sér í partý í kvöld og hafa gaman af þessu. ég allavega man vel eftir þegar hún var þrítug og finnst bara rétt vera 2-3 ár síðan.... sendu nú gullvagninn að sækja miiiiigg... sendu nú gullvagninn að sækja miiiigg... ó ó óó ó ó óó ó´ óóóooooooo wóóóooóo og koma svo :D

til lukku með daginn elsku næst stærsta systir

fimmtudagur, desember 15, 2005

ég er að snúa aftur. röddin er smám saman búin að vera að skila sér í dag. þori nú svo sem ekki að taka neinar aríur, en þetta er allt að koma. jíííhhaaaa


jæja... þið segið allt þetta

miðvikudagur, desember 14, 2005

ég held þetta sé að koma. sat heima og þagði í dag, og svei mér þá þegar leið á kvöldið þá prófaði ég að tala og það heyrðust einhver hljóð. skemmtileg tilbreyting í því. ég á þó enn langt í land með að fá mína eðlilegu rödd, en hey enga frekju góða. verð bara voða glöð ef ég get sungið afmælissönginn fyrir hana mundu mína á föstudaginn.

annars svaf ég í tæpa tólf tíma í nótt, ef nótt skyldi kalla... var auðvitað langt liðið á daginn þegar ég vaknaði. en það segir mér að ég hafi kannski bara verið lasin eftir allt saman ;) hehe en fyrir vikið þá auðvitað vottar ekkert fyrir því að ég sé syfjuð og nú er klukkan alveg að verða tvö.... hhhmmm spurning um að henda sér upp í og reyna að veltast þar um til fyrramáls, og ath hvort ég geti ekki komið mér í vinnu.

mánudagur, desember 12, 2005

í dag er liðin vika síðan ég missti röddina. í tilefni þess þá brá ég undir mig betri fætinum og fór til læknis. og hvað sagði hún... jú... farðu heim og þegiðu hehehe... ég fór því aftur í vinnuna og tilkynnti með mínum íðilfögru hljóðum að ég væri farin heim að þegja, samkvæmt læknisráði. þannig að nú sit ég hér og pikka bara á tölvuna. eins gott að ég handleggbrotni ekki það væri nú ljótt... gæti ekkert tjáð mig hehe. en annars sagði hún dr erla að þetta væri nú ekki alveg eðlilegt ástand hjá mér, og pantaði tíma fyrir mig hjá hne og fer ég til hans í byrjun janúar. hún talaði um að trúlega væri ég með einhverjar krónískar bólgur á raddböndunum og svo þegar ég fengi einhverja svona veirupest að þá færi ég alveg yfir um. huh... þyrft að spegla á mér raddböndin (mér finnst það hljóma illa, þoli ekki þegar verið er að troða einhverjum svona aðskotahlutum ofan í kok á mér).

en nú ætla ég að fá mér kríublund bara.... fyrst ég má ekki tala neitt :D

sunnudagur, desember 11, 2005

en hvað um það. ég var búin að lofa mér í vinnu í smáralind í dag milli 14 og 17. ætlaði sumsé að standa þar og láta fólk fá bæklinga um áhættumatið og eitthvað slíkt... nema að ég afboðaði mig í það starf. það þurfti nú ekki mikilla skýringa við. hehe ég hringdi í guðrúnu jónu og hún eins og flest allir aðrir sem heyra í mér þessa dagana hló bara að mér :) þetta hefði ekki haft mikið auglýsingagildi fyrir hjartavernd held ég, en eins og róbert sagði, þá hefðu ábyggilega allir haldið að ég væri að selja happdrættismiða fyrir mállausa hehe.. svo sem bara hið besta mál ef þeir hefðu fengið einhvern aukin stuðning við það að ég væri að reyna að tjá mig eitthvað.

það er svolítið fyndið hvernig fólk bregst mismunandi við þegar það er að tala við mig. tökum mundu sem dæmi... af því að það heyrist ekkert í mér, þá talar hún bara hærra og hærra. gummi hins vegar og reyndar birna rebekka líka, þau hvísla af því að ég hvísla, hehehe

annars fékk ég fínt símtal í gær. var ég kannski ´búin að segja ykkur frá því... nei ég held ekki, (horinn er farinn að stífla minnisbrautirnar í mér) það var sem sagt ein sem vinnur með mér og hún hafði heyrt (veit ekki hvernig hún frétti það svo sem en það er aukaatriði) að mig langaði á tónleikana með anthony í kvöld og hún var með auka miða handa mér. hún að vísu hló að mér þegar ég svaraði og ætlaði að hætta við að bjóða mér miðann held ég þegar hún heyrði mér, en ég hélt það nú að ég myndi fara því ég ætlaði hvort eð er ekkert að syngja með þeim :D eða allavega reyni ég að hemja mig á meðan á tónleikunum stendur. annars hringi bylgja í mig núna áðan og hún ætlar að ná í mig... ooohh ég hlakka svo til að fara á tónleikana. best að fara að koma sér í bað og snurfusa aðeins... snýta mér, mála yfir baugana og veikindaútlitið hehe. maður verður allavega að reyna.

argh ég er svo leið á þessum helv.. and... veikindum. &%$#&/)=!"#