.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, janúar 07, 2006

dagur sjö

eitthvað fórst fyrir að skrifa hérna síðastliðna tvo daga. ég fór til hne læknis á fimmtudaginn. raddböndin mín voru þau eðlilegustu sem hann hafði séð þann daginn hehe og ég verð víst bara að sætta mig við það að verða hás annað slagið. ekkert við því að gera... bara þegja og eta beiskann... nb þetta er annar læknirinn sem segir mér að fara heim og þegja bara... hehhee og fyrir þessi ráð borga ég stór fé. ég fór líka í ct af sinusum... m.t.t. fess en sem betur fer var þetta allt opið og fínt, þannig að það þarf ekkert að fara krukka í mig. hjúkkit...

strákarnir fóru til vestmannaeyja á fimmtudaginn líka... það var nú meiri spretturinn. það var ófært til að byrja með, en svo fengum við vitneskju um að það yrði brottför eftir innan við klukkutíma... ásmundur var með töskurnar þeirra í keflavík svo hann brunaði í bæinn og ég rauk af stað til að safna saman strákunum og svo mættum við öll fjögur út á flugvöll fjórum mínútum áður en vélin fór í loftið... þvílíkt vesen. en þeir allavega komust með.

en að öðru leiti er ég bara í góðum málum. sat hér í gærkvöldi og fram á nótt við að sötra úr rauðvínsflöskum í góðum félagsskap. jú og fór í ikea í dag og keypti mér sófaborð og reyndar sitthvað fleira líka...

en sumsé.... allt í lukkunnar velstandi í fífulindinni.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

dagur fjögur

ég fékk tíma hjá tannlækninum í dag ..... mikil gleði.... áttaþúsundkrónum fátækari en skítt með það.

var að koma úr asma saumaklúbb.... ég bara minnist þess ekki að hafa talað svona mikið í langan tíma. er bara alveg búin á því... fengum að skoða kápuna og fötin sem búið er að kaupa á kínverjann. alveg frábært. og svo sá ég þennan líka fína bleika jólatrésgræðling. ég bara hreinlega verð að eignast slíkan grip. omg... kannski ég skreppi í búð á morgun og athugi hvort það er ennþá til.

annars er nú allt við það sama... þarf að pakka niður fyrir strákana því þeir ætla að skreppa til vey á morgun.

semsagt allt í góðum gir bara hér á bæ

þriðjudagur, janúar 03, 2006

dagur þrjú

enn er beðið eftir tannlækninum... færðist þó skrefi nær takmarkinu þegar ég náði tali við einhvern annan en símsvara. kemst þó ekki að á morgun.... nema einhver skrópi.

að öðru leiti er lífið að færast í eðlilegt horf. nóg að gera í vinnunni. skólinn byrjar væntanlega í næstu viku, svo það er eins gott að fara að reyna að koma sér í lærigírinn. saumaklúbbur annaðkvöld hjá önnu kristínu. og sitthvað fleira sem ekki er tímabært að segja frá ennþá... en hhmmm þetta er bara alveg þokkalegt so far.

mánudagur, janúar 02, 2006

dagur 2
ég flækist í þinn vef meðan ég seeeefff.....
mér finnst að það eigi að vera frí 2.janúar þegar þetta lendir svona hallærislega á helgi. það er svo erfitt að snúa ofanaf börnunum aftur til að vakna eldsnemma til að mæta í leikskólann.... ég auðvitað lagðist hjá arnari í gær svo hann myndi nú sofna og viti menn.... ég sofnaði auðvitað fyrst af öllum eins og alltaf... og af því leiðir að ég sofnaði ekki fyrr en um fjögur í nótt.... argh ég var orðin frekar pissed.

ég hringdi í tannlækninn í dag, bara til að vita að hún er í jólafríi og kemur ekki aftur fyrr en á miðvikudaginn. ég verð því að vera áfram með mína brotnu tönn og reyna að láta það ekki fara of mikið í taugarnar á mér.

annars er hún sigríður systir mín og co að koma í heimsókn til mín á eftir... og svo höfum við stefnt hingað einni úr menntasaumnum sem ætlar að gefa okkur góð ráð... jamm og jæja... alltaf nóg að gera á þessu heimili... ég myndi samt alveg getað hugsað mér að sofa eins og tuttugu tíma núna takk....

sunnudagur, janúar 01, 2006

gleðilegt ár

gleðilegt ár kæru vinir. takk fyrir allt gamalt og gott. megi nýja árið færa ykkur ómælda gleði og velgengni.

en eitt árið búið.. og hhmm hvernig væri nú að hafa svona smá annál...

janúar:
nú janúar er alltaf bara janúar... ekki satt...
sigga maja átti afmæli eins og alltaf í janúar :)

febrúar:
hhmmm ég get ekki einu sinni talið upp einhvern fjölskyldumeðlim sem á afmæli í febrúar...

mars:
árshátíðin í vinnunni var í mars. auðvitað afskaplega vel heppnuð eins og allt annað sem við tökum okkur fyrir hendur.

apríl:
birna og amma áttu afmæli í apríl að vanda.
ég gerðist svo slæm af vöðvabólgu að ég varð meira og minna ónothæf til vinnu. frekar lélegt sko. við tók fjögurra mánaða sjúkraþjálfun og minnkuð vinna til að koma mér í gang aftur... það bara heppnaðist þokkalega sko


maí:
bjössi á svo afmæli í maí

júní:
nú ég byrjaði þennan mánuð á því að verða 35 ára. geri aðrir betur.

júlí:
ég sem ætlaði ekkert að fara neitt í sumarfríinu. en það er nú ekki lengi að breytast. ég hafði samband við hana vigdísi frænku mína í brussel... pantaði mér flug til amsterdam, fór með lest yfir til brussel og var þar í viku í góðu yfirlæti. flaug svo til london og dvaldi þar nokkra daga. það var að vísu búið að sprengja allt í loft upp daginn áður en ég kom þangað, en ég lét það nú ekki á mig fá.
ágúst varð tíu ára. við héldum eitt allsherjar vina og fjölskylduafmæli fyrir báða strákana. það var voða gaman. vorum í guðmundarlundi í blíðskaparveðri.

ágúst:
hann arnar varð fimm ára
ég tók upp á því að fletta fasteignablaðinu snemma í mánuðinum... fékk hugmynd.. og viku seinna var ég búin að kaupa mér íbúð í fífulind, og búin að selja mína... svona á að gera þetta :)
ég hóf nám í tölvunarfræði í háskólanum í reykjavík. held að það verði mjög spennandi og skemmtilegt. tekur að vísu mörg mörg ár en það er allt í lagi.. ég er ekkert að flýta mér.

september:
gummi og björn sævar áttu afmæli
pakka niður og læra.

október:
ég og strákarnir mínir fluttum í fífulindina. þetta er mikill munur að vera komin með tvö svefnherbergi... mæh oh mæh

nóvember:
biggarnir áttu afmæli annar 17 og hinn 65.
fengum samþykkta alla pósterana sem við sendum inn á ecr ráðstefnuna sem haldin verður í vín í mars n.k. við erum því að fara til vínarborgar á ráðstefnu... úúú bara gaman sko.
héldum röntgenhátíð.. í tilefni þess að 8. nóv voru 110 ár liðin frá því að WKR fann upp röntgengeislann... að sjálfsögðu bara tóm lukka með það.
okkur ásmundi var gert að mæta fyrir dómstóla vegna galla í haukalind sem við seldum fyrir tveimur árum síðan. ég hafði samband við gamlan vin sem vill svo skemmtilega til að er lögmaður í dag... og hann bara reddaði málunum fyrir mig af sinni alkunnu snilld.
ég tók tvö próf. annað þeirra gekk þokkalega... við skulum ekkert tala um hitt hvernig það gekk :( en ég er búin að skrá mig í þann áfanga aftur svo það verður bara hið besta mál.
í endaðan nóvember þurfti að segja upp nálægt helmingnum af starfsfólki hjartaverndar og var því mikil sorg í vinnunni.

desember:
ég pakkaði niður og skrapp til minneapolis í nokkra daga. veiktist að sjálfsögðu á leiðinni út og var veik allan tímann, en visakortinu mínu leiddist ekkert... (ég er buin að fá reikninginn omg).
munda systir varð fertug og notuðu þau skötuhjúin tækifærið og hóuðu í prest og létu gefa sig saman í heilagt hjónaband eftir 22 ára sambúði. þetta kvöld var hin besta skemmtun...
jólin og allt sem þeim fylgja. þessi jól heppnuðust bara með mestu ágætum.. arnar kallaði þetta star wars jól hehehe.. kannski af því að mamman missti sig aðeins í usa :| æj maður lifir bara einu sinni.. allavega þessu lífi :)
svo kom upp hugmynd... sem enn er ekki komin botn í svo ég get ekki sagt frá henni hér og nú... nánar um það á fyrstu dögum janúarmánaðar...
í fyrsta skipti þessi sex áramót sem hann arnar minn hefur verið til... að hann nær að vaka framyfir miðnætti. það var rosa gaman hjá okkur við að sprengja... ég reykti tvo vindla... en fer fram á að mér verði skaffaðir betri vindlar fyrir næstu törn.. úff þetta var skelfing vont... en hvað gerir maður ekki til að gleðja börnin ;)

jæja... svona var árið í grófum dráttum... :P kannski ég hafi gleymt einhverju... en ég held þó ekki....