.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

miðvikudagur, júlí 26, 2006

dagur 5

við vöknuðum tiltölulega snemma í dag, í fyrsta skiptið sem við náðum að mæta í morgunmat hehe.
reyndar segir það nú ekki bara til um að við sofum lengi, heldur það að morgunmaturinn er mjög snemma á ferðinni hér.

við fórum svo að horfa á lífvarðaskiptinguna hjá betu. það var rosa flott. fullt af lífvörðum, hestum, byssum, sverðum, löggur og hermenn. og meira að segja beta var heima.
gengum the mall að trafalgar square, piccadilly circus og allt þar í kring. strákarnir fóru í myndatöku, svaka flottir auðvitað. borðuðum svo á fridays.

ég og sigga erum vel sólbrenndar. ég er rauð, hvít og brún... og með nokkkur tilbrigði af hverjum lit. svaka flott.

þetta er allavega búið að vera rosa gaman hjá okkur.... og erum ekki búin enn :)

dagur 4

í dag fengum við loksins skrúfjárn þannig að það var hægt að skoða meira af dótinu sem við keyptum um daginn. loksins loksins. við tókum svo bussinn upp að vaxmyndasafninu. þaðan tókum við sight seeing um london í rosalangan tíma í alltofmiklum hita og sól. ppfff ég sat undir arnari allan tímann og ég var orðin illa krumpuð og sólbrennd á líkama og sál eftir ferðina.
að því loknu var ráðist til atlögu við fræga fólkið. okkur fannst nú merkilegast að hitta rooney og beckham. þeir voru búnir að breyta planaterium þannig að við fengum ekki að horfa á stjörnunar í himninum eins og mig hlakkaði svo til að gera.
við fórum svo á pizza hut og arnar var þar með skemmtiatriði fyrir gestina á staðnum. hehe hann fékk svona svakalegt hláturskast að stelpa sem sat á næsta borði var farin að gráta af hlátri. þær mæðgur fóru allavega út eftir matinn með bros á vör hehhe.

sunnudagur, júlí 23, 2006

dagur 3

jú... næsti dagur kominn... og í dag var tölt yfir á king´s cross og þaðan tekinn bus yfir að baker street og tölt í gegnum regent´s park í átt að london zoo (kallað zúið til aðgreiningar frá húsdýragarðinum heima)
það verður nú að segjast eins og er að þeir fái ekki stórt prik í kladdann fyrir að merkja þetta vel.
en þar sem við erum með eindæmum klárar þá auðvitað römbuðum við á garðinn og skoðuðum þar ýmis kvikindi.
yfir 12000 dýr eru í garðinum (veit nú ekki hvort þeir töldu alla maurana sérstaklega) vorum komnin með slæman kláða eftir að hafa farið í gegnum BUGS húsið... ojojojoj.... jakkk... við fórum í butterfly paradise þar sem þau flugu meðal manna... æj þau eru nú voða sæt greyin en við birna fengum samt netta gæsahúð, meet the monkeys hehe þá var nú farið að reyna að tala við dýrin... bara fyndið sko, allskyns fugldýr, og zebrahesta, tímon og púmba... gíraffarnir voru æðislegir... við fengum að gefa þeim að borða og allt... en toppurinn var auðvitað þegar birna hitti birnina... og ágúst sagði... hérna er birna þarna er björn en hvar er birgir hahhaha

við ætluðum að taka canal boat niður til camden en tókst að missa af síðasta bátnum í dag, þannig að taxi varð fyrir valinu... enda gaman fyrir strákana að ferðast um í sem flestum farartækjum í ferðinni.

við vorum öll alveg búin í fótunum þegar við vorum búin með þennan dag. verkir í hverjum krók og kima... og nú sofa drengirnir hérna upp í hjá mér.. hehe eða ég fæ náðarsamlegast örlítinn bút af rúminu. en ég get líka bara sofið þegar ég kem heim...

dagur 2

upp með sólarvörnina, í stuttbuxurnar og út.... hollustan er nú ekki endilega höfð í fyrirrúmi við allar máltíðir, en hey... ekki eins og við séum í útlöndum á hverjum degi. það er líka svo dýrt að borða á stöðum sem eru að selja skárra fæði.

það var frekar volgt í dag en spáði skúrum... þannig að við biðum alveg þokkalega spennt eftir þeim. fórum með undergroundinu á oxford circus niður regent street og allt þar til við fundum þá margfrægu hamley´s dótabúð. OMG þeim fannst það nú ekki leiðinlegt strákunum. við eyddum dággóðum tíma þar, svo ég tali nú ekki um fjárhæðum. en humm... innifalið í því voru afmælisgjafir til þeirra beggja og frá fleirum en bara mér svo þetta var kannski ekki alslæmt. hehe en ég hugsa að þeir hafi aldrei komið með jafnmikið dót út úr einni verslun og þarna... enda þurftum við að byrja á því að fara með undergroundinu aftur til baka til að losa okkur við pokana sem fylgdu okkur út úr búðinni. skildum birnu eftir á oxford street á meðan og röltum svo aðeins um og skoðuðum í búðir.

hey já ég gleymdi að minnast á það að fyrstu nóttina okkar hér var svakalegt þrumuveður. við ágúst vöknuðum við þrumu... jú og allt í lagi með það... svo sá ég eldingu (þó ég væri með lokuð augun) og ætlaði að telja hvað hún væri langt í burtu... og rétt náði... eeiiiinnnn,,,,, tvee og þá kom þessi líka skaðræðis svaka þruma.... ég hef aldrei heyrt annan eins hávaða. vúffff. það var ekki mikið sofið þá nóttina.

dagur 1

við spruttum á fætur fyrir allar aldir.... rifum skúla og birgi framúr til að skutla okkur á bsí og tókum hálf fimm rútuna (hún er nefnilega ókeypis) út á flugvöll. icelandexpress kom okkur svo til stanstead alveg hreint á áætlun og þaðan tókum við stansted express til liverpoool station. það verðu nú alveg að segjast eins og er að hitinn var nú aðeins yfir meðallagi, og því voru það sveittir og þreyttir ferðalangar sem komust á hótelið. við létum það þó ekki á okkur fá, og aðeins snurfusuðum okkur, fórum á king´s cross og niður á leicester square. röltum þar um, skoðuðum fólkið, fengum okkur ís. fórum yfir á piccadilly circus og aftur til baka. hitinn var yfir þrjátíu gráðunum og við ósofinn þannig að það var bara farið svona tiltölulega snemma í háttinn.