.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, apríl 24, 2004

jæja þá er ég komin enn og aftur upp á akranes. ég minnist þess að hafa setið hér í þessum stól í vetur einhvern tíman, og barið á þetta lyklaborð. gott eg ég hafði ekki orð á því þá hvað þetta er slæmt lyklaborð, og það hefur ekkert breyst, ekki frekar en allt hitt hérna á akranesi. síðast þegar ég var hér, finnst endilega að það hafi verið í janúar, þá fékk ég ekkert útkall, en núna er ég búin að fá eitt, svo þetta er mikil aukning.

ég brunaði hingað upp eftir í dag, og viti menn, hún valdís gleymdi að redda fyrir mig herbergi til að sofa í. hún hefur etv haldið að ég ætlaði á kallaveiðar hérna í nótt, glætan spætan. en því var reddað og nú fékk ég herbergi sex, þannig að þetta er bara allt hið besta mál.

ég fór áðan og færði henni gróu og fjölskyldu blómvönd, því hann óttar ísak er að fara að fermast á morgun. til hamingju með það. en þar sem ég er svo þaulsetin (enda ekki úr miklu að moða hér) þá endaði ég með því að vera farin að skipta mér af fermingarundirbúningnum, skera tómata og gúrkur af miklum móð, og gluða rjómanum og ananasinum og öllu hinu á lúðuna. svo bjó hún til þessa undarlegu sósu með. ég verð nú að segja að ég hafði ekki mikla trú á sósunni. uppskriftin kemur frá henni stínu og gróa staðhæfði að þetta væri gott, svo ég bara varð að prófa, og þó mér sé meinilla við að viðurkenna það, þá var hún bara nokkuð góð. sýrður rjómi, ananassafi, asíur og safinn af þeim, og sveskjur. já þetta hljómar ekki vel, útlitið er heldur ekkert spes, en bragðið kemur mjög á óvart. þetta er svo notað út á lúðuna fyrrnefndu. en ég sem sagt fór ekki frá henni fyrr en hún brunaði í bæinn með veitingarnar, því veislan verður haldin þar.

en nú er ég að spá í að leggjast uppí rúmið á sex, og horfa á chokolat eða hvað hún nú heitir sú ágæta mynd. verst að það er ekkert net þarna hinum megin :(

og sigga mín elskan. takk fyrir að passa strákana fyrir mig, ég verð örfáum þúsundköllum ríkari fyrir vikið :)

hmmmm klukkan er hálf fimm á laugardagmorgni. og af hverju er ég vakandi. jú það er partý einhversstaðar í húsinu, og mér er ekki boðið. :( það er nefnilega galli hérna við þetta hús, að það bergmálar svo mikið hérna á milli þessara tveggja álma, ég er búin að sofa eins og engill, þangað til að þau þurftu að fara út á svalir, eflaust til að reykja, með tilheyrandi hávaða. en það vill svo til að þetta eru ekkert svo leiðinleg lög, maður verður bara að tralla með opna sér bjór og lifa sig inn í stemminguna. verst að þau tala svo mikið líka.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

geðilegt sumar


ég gleymdi að slökkva á vekjaraklukkunni áður en ég fór að sofa. hún hringdi samviskusamlega kl 6 40 þessi elska. ég var næstum farin fram úr. hugsaði með mér að ég þyrfti að drífa mig í sturtu, það er nefnilega ansi mikið reykt á svona skemmtistöðum. en þvílík gleði þegar ég fattaði að strákarnir voru hjá mömmu og það var frídagur. ég var sko ekki lengi að snúa mér á hina hliðina. þvílík dásemd.

en hún mamma mín elskuleg á afmæli í dag. hún er búin að bjóða okkur í mat í kvöld.

til hamingju með afmælið mamma

við fórum á kaffi viktor í gær. þetta er alveg ágætis matur þarna, en ekki gott að fara mjög seint á svona stað til að borða þar. en ódýrt og gott. við erum semsagt ég og vinnufélagar mínir. var orðið allt of langt síðan við fórum út á lífið síðast, það var í janúar held ég sem þau komu til mín. ussuss var að vísu fámennt, en það kom ekkert að sök, þetta var bara hið besta mál allt saman. var samt komin heim um ellefu. sem aftur á móti verður að teljast frekar léleg frammistaða. en ég var svo þreytt. ég geispaði alla leiðina heim :)

þriðjudagur, apríl 20, 2004

ég þori ekki öðru en að afgreiða bloggið mitt, því ég lofaði birnu að hún mætti fá tölvuna mína lánaða í kvöld. hún var búin að gleyma að hún ætlaði að passa fyrir mig, og sagði kennaranum sínum að hún gæti passað fyrir hana í kvöld, sem er auðvitað besta mál, (ég þori ekki að segja annað því hún ætlar að passa á morgun og laugardaginn hehe vil ekki styggja hana). en maður getur ekki fengið allt, hún getur passað fyrir mig, ég á tölvu en enga peninga. hehe en kennarinn borgar henni fyrir pössunina, en á ekki tölvu. þetta er erfitt líf.

ég fékk nýju gleraugun mín í dag. ég er ekki frá því að þetta sé bara að virka. alla vega las ég úr nokkrum hjörtum og bölvaði ekkert voðalega mikið. spjallaði við gleraugnagaurinn um linsur, en ég efast um að það sé valmöguleiki fyrir mig. ég er með það mikla sjónskekkju, að ég þarf sérstakar sjónskekkjulinsur, og þá eru þær auðvitað mikið dýrari heldur en venjulegar nærsýnislinsur. alltaf ég jafn heppin. en ef ég fæ ekki linsur þá finnst mér að ég eigi alla vega að fá mér sólgleraugu. er það ekki bara alveg sanngjarnt. maður verður hrukkóttur um aldur fram af að vera aldrei með sólgleraugu, fyrir utan að vera stórhættulegur í umferðinni. hehe þetta er góð afsökun ekki satt :)

jæja sjáum til. best að fara að syngja bara

mánudagur, apríl 19, 2004

læf gós on........ þetta var nú meiri rólegheita dagurinn, eftir annasama nótt. arnar var alltaf eitthvað að væla, mér fannst ég alltaf vera nýsofnuð þegar heyrðist í honum aftur. svo í eitt skiptið þá hreyfði hann sig eitthvað hérna í sófanum, og þá datt hamsturinn sem birna gaf þeim, í gólfið (ok hann gengur fyrir rafhlöðum) kviknaði á kvikindinu, og hann hljóp út um allt. ég mátti sem sagt reyna að hafa upp áhonum klukkan tvö í nótt, og drepa í honum. úfff ekki það sem mann langar mest til að vera að gera svona um miðjar nætur. en þetta hafði sko engin áhrif á arnar, því þegar ég vaknaði klukkan 6.40 og fór að hafa mig til í sturtuna, kom hann á harðahlaupum til mín og vildi ólmur koma með mér í sturtu. honum lá svo á að hann náði varla beygjunni inn á baðherbergið.

nú styttist í að ég fari næst upp á akranes. ætla að leysa hana valdísi af á laugardaginn. dagný hringdi í mig áðan og sagði mér að það væri öldungamót í blaki (held ég fari rétt með) þar um helgina, og hún og kata verða auðvitað þar. svei mér þá, það skyldi þó aldrei fara svo að ég færi á íþróttaviðburð á akranesi. annars var ég að vonast til að svona stórt mót, hefði í för með sér útköll fyrir mig. ojojojoj þetta var nú óþverraskapur, vil samt ekki að kata og dagný sjái mér fyrir útköllum, höfum það bara einhvern úr hinum liðunum hehehe. það verða þarna trilljón manns eftir því sem dagný segir, svo af nógu er að taka. nei reyndar finnst mér best að fá bara engin útköll, en fjárhagurinn er svo ansans ári slæmur að mér veitir ekkert af útköllunum. ætli endi ekki með því að ég þurfi að betla vinnu víðar ef fram heldur sem horfir. jakkkkk.

sunnudagur, apríl 18, 2004

jæja þá er allt að færast í eðlilegt horf aftur. strákarnir komnir, og allir í stuði. fórum út í dag, en það var svo ofboðslega kalt á milli okkar mundu að við enduðum bara þar í heimsókn. alveg synd því þar sem var ekki vindur þar var fínasta veður. það er saumaklúbbur hjá henni hrefnu í kvöld, en ég ákvað að reyna ekki einu sinni að fá pössun, því það er svo langt síðan að strákarnir voru hjá mér síðast. enda höfðum við það mjög gott, hélt reyndar að þeir ætluðu aldrei að sofna. ágúst fékk sitt hefðbundna málæði þegar hann átti að sofna. það sem hann getur talað um allt og ekkert, hann er alveg frábær. arnar söng og söng, hann er svona sönglúða eins og mamma sín :) og ég sofnaði auðvitað fyrst. hehehe. ég fékk nú ekki að sofa lengi, en nóg til að nú er ég glaðvakandi, það þarf nú ekki nema fimm mínútna blund til að eyðileggja allt fyrir manni.

Góða nótt, sofðu rótt, dreymi þig rúmpöddugnótt. (fer ekkert ofan af því að myndin er snilld)