.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, mars 20, 2004

nú er ég að sýna ágústi hvernig bloggið virkar

jæja þá erum við búnar að ferma í bili og fimm ár í þangað til að ég tek við. þetta heppnaðist að sjálfsögðu með eindæmum vel, eins og allt sem við tökum okkur fyrir hendur. maður var að sjálfsögðu kominn á lappir klukkan átta, og það var ekki auðvelt skal ég ykkur segja. en með gífurlegum sjálfsaga sem maður er nú þekktur fyrir (not) þá tókst mér að berjast fram í eldhús svo ég myndi ekki sofna aftur. klukkan tíu var svo búið að þrífa fjölskyldumeðlimina, henda ofan í kassa öllu sem átti að fara með í veisluna, og við lögð af stað í kirkju. drengirnir mínir voru auðvitað með eindæmum stilltir og duglegir í kirkjunni, en ég var orðin ansi lúin eftir að hafa verið með arnar á fleygiferð í fanginu í einn og hálfan tíma eða hvað þetta var nú langt. en þetta var allt saman hið besta mál. sérstaklega vegna þess að presturinn hann er svo skemmtilegur, að hann fær alla kirkjugestina til að skellihlæja með sér, og það oftar en einu sinni. móður minni fannst hann auðvitað sérstaklega fyndin, svo það jaðraði við að hún yrði okkur til skammar. hún hló svo mikið, hreinlega gat ekki hætt, þurfti að fá tissjú til að þurrka augun og snýta sér. hehehe. og þeir sem þekkja mömmu vita að þegar hún er byrjuð að hlæja þá er fátt sem fær stoppað hana, og það er afskaplega erfitt að reyna að halda andlitinu við hlið hennar. við vorum öll í meiriháttar vandræðum með okkur. svo sagði birgir ágúst að ekki nóg með að hún hafi slegið í lærið á sér og hlegið í kirkjunni, heldur fór hún að rifja upp brandarann þegar að verið var að bíða eftir fermingarbarninu, og þá frussaði hún því hún hló svo mikið. þetta verður seint talin eitthvað sérstaklega dönnuð fjölskylda.

en veislan tókst bara mjög vel. við fengum meira að segja bæjarstjórann til okkar meðan við vorum að leggja lokahönd á undirbúninginn. hann var afskaplega hrifin af salnum hjá okkur, sem er svo sem ekki undarlegt þar sem við vorum með grænt þema í ár. en við sem sagt afgreiddum þessa fermingu með miklum sóma að ég held, og fórum svo á númer 20 til að taka upp pakka og halda áfram að borða. hehe af nógu er að taka. ég fór svo heim með alveg haug af áleggi og huggulegheitum þannig að ég þarf ekki að elda mat næstu dagana.

nú er ég sem sagt komin upp í rúm og úr mér allur vindur. ég er svo óvön að vera í svona háhæluðum skóm og fæturnir á mér eru í henglum hreinlega. rétt meikaði að setja tarzan í dvd ið í þeirri von að strákarnir sofni sem fyrst.

elsku björn sævar. til hamingju með daginn.

föstudagur, mars 19, 2004

mikið gasalega er ég nú búin að vera dugleg í dag. byrjaði að baka í gær og hélt svo áfram í dag, og er núna með sjö kökudiska sem bíða spenntir eftir að fá að fara í veislu á morgun. ég þurfti að fara í búð í dag, til að kaupa mér rjóma og fleira í baksturinn, og hringdi í systur mínar til að ath hvort þær væru nokkuð að slóra. hehe svo reyndist nú ekki vera, þær voru í föndru að bardúsa eitthvað í sambandi við gestabókina. ég æddi auðvitað niður á smáratorg, til að fara í bónus, en þar sem það er ekki mjög klókt að fara svangur í búð að versla, þá auðvitað stoppaði ég á dónanum og fékk mér smá næringu. ég meira að segja ákvað að fara inn að borða, eitthvað sem ég hef nú bara aldrei gert þarna. nú þarna settist ég niður og borðaði minn hamborgara, en viti menn, haldið þið að systur mínar báðar og birna hafi ekki birst þarna líka í sömu erindagjörðum. mér fanst það nú svolítið skondið að við skyldum svo allar mæta þarna rétt eins og það hefði verið fyrirfram skipulagt. hehe en ég auðvitað freistaðist til þess að fara frekar með þeim, heldur en að fara ein heim og baka, svo næstu tvo klukkutímana, þá þræddum við blómabúðir bæjarins, við höfum nefnilega mjög ákveðnar skoðanir á því sem við ætlum að gera svo það þýðir ekkert að bjóða okkur bara einhver blóm. ónei takk.

en í einni af þessum ágætu blómabúðum þá gerðist ég þjófur. og vitið þið hverju ég stal...... fermingarkorti. gott ef það var ekki búið að skrifa boðorðin inn í kortið. þú skalt ekki stela. nei þetta var reyndar alveg ofsalega óvart. ég var ´búin að velja kortið og hélt á símanum og veskinu mínu líka. svo fór sigga að borga og ég stóð bara við hliðina á henni meðan að hún borgaði, og labbaði svo á eftir henni út í bíl. það var ekki fyrr en ég var sest inn í bílinn, að ég sá að ég hélt enn á kortinu í hendinni. ég fékk auðvitað svaka hláturskast og datt ekki í hug að gera mig endanlega að fífli með því að fara aftur inn í búðina og fá að borga kortið.

nú erum við sem sagt búnar að skreyta salinn. þessi salur má nú muna sinn fífil fegri. ég leitaði að hnífunum minum og fann þrjá. man nú ekki hvað þeir voru margir í upphafi, en veit þó að ég átti gott betur en þrjá hnífa. en allt er hey í harðindum. ætla að reyna að muna eftir að taka þá með mér heim á morgun.

ég sé að meinvill hefur ekki látið deigan síga, og klöngrast í gegnum þessi orð í gær, þrátt fyrir ótal spurningarmerki.

fimmtudagur, mars 18, 2004

eru engin takm?rk fyrir ?v? hva? f?lk getur veri? l?ti? ?t ?r s?r......... ?g veit samt ekki almennilega hvort ?g er a? tala um bla?amanninn, e?a manninn sem tala? var vi? ? ?essu tilfelli, ?v? m?r finnst ?etta allt hi? undarlegasta m?l. ?annig er m?l me? vexti a? dagbla?i? e?a hva? ?essi snepill heitir n? til dags, var ? p?stkassanum m?num ??an. n? ?ar sem ?a? er ekki ruslafata ni?ri fyrir svona sorprit, ?? ?urfti ?g a? bur?ast me? ?a? upp ? sj?undu h??, og au?vita? fletti ?g ? gegnum ?a? fyrst ?a? var ? anna? bor? komi? inn til m?n. hver kaupir ?etta bla? ?g bara spyr.

?a? sem ger?i m?r svona gramt ? ge?i var strax ? fors??unni. mynd af manni me? ungabarn ? fanginu og textinn sem fylgdi me? fannst m?r alveg me? ?l?kindum. l?knirinn ber ?byrg? ? dau?a barnsins okkar. svo stendur: "hann ?or?i ekki a? l?ta eiginkonuna f??a ? landsp?talanum og f?r ?v? til skotlands ?ar sem sonurinn f?ddist og allt gekk vel." hall???, hann ?or?i ekki og hann f?r til skotlands...... hvar er m??irin. gekk hann kannski me? barni? l?ka. svo segir ? grein inni ? bla?inu: " ?a? er illa komi? fyrir foreldrum ?egar ?eir ?ora ekki lengur a? eiga b?rnin s?n ? landsp?talanum vegna ?h?fra l?kna sem vir?ast va?a ?ar uppi sama ? hverju gengur." b?ddu a?eins vi?...... ?a? er til fullt af ??rum st??um ? ?slandi ?ar sem h?gt er a? f??a b?rn. mun styttra a? fara til d?mis ? akranes, til akureyrar e?a bara hvert sem er innan lands. og hver segir a? l?knar ? skotlandi geti ekki gert mist?k l?ka, okkar ?g?tu ?slensku s?rfr??ingar hafa j? allir mennta? sig erlendis, svo einhvers sta?ar hafa ?eir n? fengi? vitleysuna ? sig, fyrst ?eir eru allir ?alandi og ?ferjandi eins og greinin gefur ? skyn. fr??legt v?ri a? vita hversu oft mist?k sem ?essi gerast h?r ? landi og bera ?a? vi? ?a? sem gerist annars sta?ar t.d. skotlandi. ?g er nokku? viss um a? t?lurnar yr?u ekki s??ur okkur ? hag en hitt.

?g hef ekki kynnt m?r ?etta sorglega m?l, heldur einungis lesi? ?essa grein, og m?r ?ykir h?n frekar minna ? pers?nulegar hefndara?ger?ir gagnvart l?kninum. ?g leyfi m?r a? efast um a? l?knir ?essi sitji heima me? bros ? v?r yfir ?v? sem ger?ist. eru foreldrarnir eitthva? betur settir me? ?vi a? ey?ileggja l?f ?essarar konu og hennar fj?lskyldu. auga fyrir auga, t?nn fyrir t?nn. ?g er ekki a? draga ? efa a? mist?k hafi veri? ger?, og ?g efast ekki um a? ?a? hef?i m?tt standa ??ruv?si a? hlutunum. ?v? s??ur vil ?g a? m?linu s? s?pa? ?t ? horn og ? ?eirri vona a? ?a? gufi bara upp. a? sj?lfs?g?u ber a? rannsaka ?a?, og ?? ? ?eim tilgangi a? finna ?t hva? f?r ?rskei?is til a? koma ? veg fyrir a? svona h?rmulegur atbur?ur gerist aftur, en ekki til a? hefna fyrir dau?a barnsins.

?g held vi? ?ttum frekar a? ?akka fyrir a? ?a? er til f?lk sem er tilb?i? a? taka a? s?r ?etta ?byrg?armikla og vandasama verk, a? hj?lpa b?rnunum okkar ? heiminn, a? l?kna ?? sem ver?a veikir e?a lenda ? slysum. hvar v?rum vi? st?dd ef ?eirra nyti ekki vi?. tvisvar sinnum hef ?g veri? ?eirrar g?fu a?nj?tandi a? ganga me? barn, og ? b??i skiptin ?urfti ?g a? gangast undir keisaraskur?. ?a? veit gu? a? ekki hef?i ?g vilja? vera ?n hj?lpar s?rfr??inga landsp?talans ??.

l?fi? er stutt. ey?um ?v? ekki ? bitur?, rei?i e?a hefnd, heldur brosum ? gegnum t?rin, og l?rum af mist?kunum. ?annig getum vi? gert g??an sta? enn betri.

reyndar s? ?g svo ? mbl.is tilkynningu fr? landsp?talanum, ?ess efnis a? barni? hef?i ekki f??st ? skotlandi heldur h?r ? f??ingardeild landsp?talans. svo er nokku? undarlegt ?? ma?ur viti ekki hverjum ma?ur ? a? tr?

miðvikudagur, mars 17, 2004

hehehehe. hún munda var að hringja í mig. tíhíhí. þau voru að reyna að gera við þvottavélina, og það sló svo harkalega út öllu rafmagni hjá þeim, lekaliðanum og öllu draslinu, og þau ná ekki að slá því inn aftur. hehehe henni er að hefnast fyrir rafmagnsleysis hrekkinn frá því fyrir tveimur árum. hahahahaha

það jaðrar nú bara við guðlast í mínum eyrum að segja að djúpur sé ekki góður. ég bara fölna upp við að lesa þessi orð. reyndar er ég svo heppin að drengirnir mínir eru sama sinnis og meinvill svo ég sit ein að pokanum góða hehehe mér þykir það nú ekki leiðinlegt.

úff nú eru sem sagt fimmtudagur og föstudagur og svo kemur fermingin. hhmmm kannski maður fari að taka fram hrærivélina. eða hvað...... sit enn uppi með skrattans ostakökuna. munda og birgir ágúst komu núna áðan, og ég meira að segja spurði hvort þau vildu ekki taka hana með sér heim. en það virkaði ekki einu sinni. ég verð því að fara að henda henni, því ég þarf að búa til pláss í íspáknum mínum. nú hefði verið gott að eiga auka íspák niðri í geymslu eins og mig langaði til að hafa. en það verður ekki á allt kosið.

ég sendi syni mína til birnu (og mundu) áðan, svo ég gæti aðeins byrjað að taka til, svo ég gæti farið að hugsa um að baka. svo hringdi ég í mundu og byrjaði símtalið, eins og maður gerir alltaf, jæja hvað segir þú. og auðvitað á maður að fá svarið sem maður gefur alltaf sjálfur, jú jú bara allt fínt. en nei...... það var nú ekkert svoleiðis hjá henni guðmundínu. það var ekki einu sinni halló heldur: þvottavélin er biluð og bíllinn líka. úff ég sagði henni bara að skila drengjunum mínum og hafa með sér bala fullan af fötum og ég skildi skella í nokkrar vélar fyrir hana, sem hún og gerði. en það er að rifjast upp fyrir mér núna, að þegar að birna rebekka fermdist fyrir fjórum árum síðan, þá einmitt bilaði uppþvottavélin hjá henni, en þá vorum við með veisluna heima. það eiginlega hlýtur eitthvað að hafa bilað líka þegar að birgir fermdist. við erum alltaf með eitthvað svona vesen þannig að það bara hlýtur að vera.

annars vorum við að segja í gær að þar sem þetta væri síðasta fermingin hjá henni, þá væri kannski þjóðráð að skila því sem við tókum of mikið úr salnum fyrir tveimur árum, og taka það sem við skildum eftir. hehe. það var svo sniðugt að þegar við komum í salinn síðast, þá duttum við um viskustykki sem við höfðum gleymt þar í brúðkaupinu tveimur árum fyrr. það var sko kyrfilega merkt mér svo það fór nú ekkert á milli mála. svo þegar við vorum að tæma salinn, þá slæddist út í bíl hjá okkur einhverjir stálbakkar sem við áttum ekkert í, en einhvern vegin hefur okkur ekki enn tekist að skila þeim. en í staðinn skildum við eftir slatta af svona litlum hnífum sem ég á. hehe. nú semsagt eru aftur liðin tvö ár, og þá finnst okkur komin tími til að ná í hnífana og skila bökkunum. það er svo gott skipulag á öllu sem við gerum. :)

þriðjudagur, mars 16, 2004

djúpur er eitthvað það besta nammi sem hefur verið búið til. maður getur orðið þvílíkt húkkt á þessu. ég er nú samt nokkuð ánægð með það að ég keypti mér poka sunnudaginn 7. mars s.l. (ok soldið stóran poka 700 gr eða svo) en ég er bara svona rétt að byrja á honum. þetta krefst þvílíkrar sjálfstjórnunar og aga af minni hálfu. hehe ég veit að það eru margir sammála mér í þessu djúp máli, og gera sér þar af leiðandi fulla grein fyrir því hversu erfitt þetta er.


það vantar á heiminn eitt lipurt lyklaborð
og líka pinna og mús

gott cd drive góður harður diskur
án þeirra er ég hvorki fugl né fiskur
illa ég læt
ef mig vantar megabæt.

það er rétt eins og þetta hafi verið samið fyrir/um mig hehe. en fyrir þá sem ekki vita þá er það hann goggi mega sem syngur þetta. jæja þá er hann arnar sofnaður yfir henni línu langsokk. maður er alveg búin að missa töluna yfir hvað maður er búin að horfa oft á þetta barnaefni allt saman. enda kann maður megnið af þessu utanað. svona er maður nú klár. það er verst hvað þessi vitneskja kemur manni að litlum notum. svona useless information. það situr í hausnum á manni, og tekur allt plássið sem er ætlað hlutum sem maður þarf að muna. þarf annað hvort að defragmentera (heitir það það ekki annars) eða fá mér stærri disk. væri nú ekki slæmt ef það væri hægt að bæta vinnsluminnið líka. hehe uppfæra mig harpa dís 2.0

við fengum fermingarmyndirnar hans björns sævars í dag. þær eru alveg rosalega flottar. hann er svo sætur, tala nú ekki um þegar hann brosir. mér finnst bara ekkert undarlegt þó að allar stelpurnar séu skotnar í honum.

og ekki bara myndirnar heldur fékk ég loksins miðana á tónleikana í dag. loksins. ég var farin að halda að þetta hefði verið allt eitt allsherjar plat bara. nei nei. þeir komu til mín í ábyrgðarpósti. hehe ég fór nú samt svolítið illa að ráði mínu. ég fékk miða um ábyrgðarpóst í póstkassann hjá mér fyrir nokkru síðan. ég var nú ekkert að hafa áhyggjur af því, gat ekki gert mér í hugarlund hvað þetta væri nú eiginlega, og þar sem það hefur nú ekki verið í leiðinni fyrir mig að fara í nóatún í hamraborg þá var ég bara ekkert að hafa fyrir því að ná í þetta. gat ekki ímyndað mér að þetta væri eitthvað skemmtilegt. svo í gærkvöldi þá ákvað ég að fara á netið og athuga hvar miðarnir á tónleikana væru niðurkomnir, og viti menn þar stóð að það væri búið að senda mér þá. ég auðvitað bölvaði og ragnaði, ég hafði sko ekki fengið neina miða, þegar allt í einu rann upp fyrir mér ljós. það var ábyrgðarbréfið. ég var svo ekki í rónni fyrr en ég var búin að ná í þetta bréf í dag. var svo hrædd um að það væri búið að endursenda bréfið með tilheyrandi veseni. hehe en það slapp nú allt saman. næst ætla ég að drífa mig af stað ef ég fæ svona miða svo ég missi nú ábyggilega ekki af neinu.

mánudagur, mars 15, 2004

sko. þetta ætlar allt að ganga hjá mér. það er enn hið besta veður. ég tek við framlögum inn á bankareikninginn minn. það var nú bara eins gott að ég þurfti ekki að labba í vinnuna í morgun, ég held ég hefði ekki meikað það. núh ég fór nú frekar seint að sofa, var eitthvað að leika mér í tölvunni til klukkan að ganga tvö, ohhh ég verð að fara að hætta þessu næturbrölti, en burt séð frá því þá var ég þvílíkt mygluð af þreytu þegar klukkan (síminn) hringdi. þegar ég var búin að slökkva nokkrum sinnum á henni hehe þá var ég orðin allt of sein og ætlaði að spretta upp úr rúminu, en viti menn. ég er með harðsperrur frá helvíti. það er alveg sama um hvaða vöðva líkamans ég hugsa, ég er með harðsperrur í honum. og meira að segja í hverjum einasta hryggjarlið (vissi ekki fyrr en nú að það væri hægt) axlirnar eru að drepa mig, og því fylgir að sjálfsögðu vænn skammtur af höfuðverk, allt bakið, handleggirnir, lærin og RASSINN om my god. ég hélt ég væri að deyja. þvílíkar stunur í hvert skipti sem ég þurfti að standa upp eða setjast niður. hehehe en það góða við það er að þetta kemur af því að ég var í jóga. ég hef greinilega verið að framkvæma einhverjar æfingar, svo þetta eru góðir verkir ekki satt. svona..... maður verður að horfa á björtu hliðarnar.

birna er að velta fyrir sér af hverju hún hafi ekki verið með í þessari ferð sem ég var að rifja upp í gær. jú það er nú mjög góð skýring á því. það var nógu ands.... þröngt um okkur þrjár þó hún hefði ekki verið með líka. bíddu við hún var...... hhmmm tíu ára þarna. hehe vá hvað þetta er fljótt að líða. en hún fékk nú að fara með okkur ásmundi og ágústi vestur á ísafjörð í jarðarförina, þó svo að það hafi nú auðvitað ekki verið sama skemmtiferðin.
tónlistin sem við mæðgurnar hlustuðum á, held ég að hafi alveg ábyggilega verið sú sem seinna varð þekkt undir nafninu tregasöngvar mundu. þetta voru þvílík eðallög allt saman, m.a. pípan sem er nú miklu uppáhaldi hjá okkur. bíddu hvernig er það, tókum við ekki pípuna á diskinum sem við "gáfum út" í fyrra hehehe. það hlýtur eiginlega að vera. ég held nú samt að þetta hafi verið fyrir þann tíma sem að drottinn er minn hirðir komst á topp tíu hjá okkur. annars hefði það nú verið vel við hæfi að hita upp með jarðarfarartónlistinni. hehe. hefðum svo geta tekið allt eins og blómstrið eina og fleiri góða. talandi um jarðarfarir, þá skrapp faðir minn inn á ísajförð í síðustu viku, fór í jarðarförina hans jenna mark. hann hringdi svo í mömmu úr erfidrykkjunni, og það var líka svona rosalega gaman. hann sagði að þegar hann mætti í kirkjuna, þá hafi hann haldið að hann væri komin á ball, því þar var tekið á móti fólki með harmonikkuspili, gott ef ekki gömul sjómannalög. svo var mamma bara í erfidrykkjunni svona í beinni. síminn var bara látinn ganga svo hún gæti nú talað við alla, og ekki misst af neinu.

annars verð ég að éta ofan í mig aftur þessar yfirlýsingar mínar með kökurnar. jú ostakakan er enn hálfkláruð inn í íspák, en súkkulaði kakan ljóta, hún er búin. svo sagði ágúst við mig í morgun þegar hann mændi á tómann diskinn undan kökunni: mamma ertu til í að gera þessa köku aftur. hún er rosalega góð. ég sem hélt að ég gæti treyst því að aðalsúkkulaðikökudrengurinn á landinu myndi vera sammála mér í því að það væri ekkert sem kæmi í staðinn fyrir betty crocker. ég varð fyrir alveg gífurlegum vonbrigðum með þetta. sé fram á að þurfa að baka blessaða kökuna fyrir ferminguna. mér finnst eins og ég sé að svíkja gamlan fjölskylduvin fyrirgefðu betty mín, en gulrótarkakan verður þín áfram.

sunnudagur, mars 14, 2004

já svona er maður nú almennilegur. alltaf að hugsa um að gera lífið auðveldara fyrir hina. koma í veg fyrir að fólk fari að flýja land, vegna slæms veðurfars. en já upp með bikiníin. ég meina vá, fóruð þið eitthvað út úr húsi í dag. það var geggjað veður. við arnar vorum úti að róla og renna okkur í hátt á þriðja klukkutíma það var rosalega gaman.

annars lét ég loksins verða af því í tilefni þess að ég væri búin að kaupa mér bíl að drífa mig í jóga. úffff hvað ég er orðin stirð. ég var sko ekki svona slæm fyrir einu og hálfu ári þegar ég fór í jóga þá. uss usss. þetta bara gengur ekki lengur herra bæjarfógeti. nú er ekkert elsku mamma neitt, og verður tekið á málunum af fullri alvöru. huh hvað ætli ég hafi nú sagt þetta oft hehehe. en það er um að gera að gefast ekki upp, ó nei.

varðandi ostakökuna, þá skánaði hún nú ekkert með aldrinum, en hún var betri ef hún var við stofuhita. þá er hægt að þvæla henni í sig. annars er hún móðir mín svo undarleg. hún þurfti nú endilega að hafa aðra skoðun á þessum kökum, en ég og sigga. jú þetta var ljómandi góð ostakaka jakk....... og meira að segja súkkulaðikakan var góð, og nóta bene hún móðir mín hefur aldrei borðað brúnar tertur. hehehe. en mér er alveg sama hvað hún segir, hún fær ekki þessar kökur í fermingunni. hún verður þá í það minnsta að baka þær sjálf. huh.

þá fer karl faðir minn aftur í útlegðina í fyrramálið. en nú verður það bara stutt, því hann kemur auðvitað í bæinn á næstu helgi. ætlar að reyna að fljúga, það er bara eins gott að það verði flogið, nú jæja annars náum við bara í hann, annað eins höfum við nú gert. það var nú þarna um árið, þegar hann var að vinna í gilsfirði og bróðir hans dó. við mæðgurnar allar fjórar skutluðum okkur upp í bílinn og náðum í kallinn. þetta varð hin besti bíltúr hjá okkur. það er nú einu sinni þannig að þegar að kvenfólkið bregður sér af bæ, þá eru kallarnir komnir í símann til að athuga hvernig gengi. jú og við fengum auðvitað svoleiðis símtal líka. hann bjössi hringdi í okkur, bara svona til að athuga hvernig þetta færi fram hjá okkur. hehe svo spurði hann: hvernig er veðrið hjá ykkur........ við fengum auðvitað alveg ótrúlegt móðursýkiskast af hlátri, því við vorum rétt að komast að höfðabakkabrúnni þegar hann hringdi í okkur. það sem við gátum hlegið. ég er ekki frá ´því að ég hafi þurft að stoppa bílinn hjá shell til að þurrka tárin svo ég myndi ekki keyra út af... heheheh hann er alveg yndislegur hann björn. nú svo brunuðum við auðvitað vestur, og náðum í kallinn. vorum með tónlistina í botni og sungum hástöfum, milli þess sem ýmis gullkorn féllu. förum ekki nánar út í það. en svo þegar kom að því að keyra heim þá voru góð ráð dýr. nú þá auðvitað hafði fjölgað um einn í bílnum, sem var auðvitað allt í lagi, því þetta er jú fimm manna bíll. en það sem við höfðum ekki tekið með í reikninginn var að síðast þegar við systur sátum allar saman aftur í þá einhvern vegin fór mun betur um okkur í þá daga. ég er nú reyndar þeirrar skoðunar að bílarnir hafi nú bara hreinlega skroppið eitthvað saman síðan þá. nú eða þá að skálastærðin hjá okkur hefur eitthvað aukist. a b c d 2d e........ allavega vorum við við það að fá glóðaraugu á öll sex augun þegar að pabbi geystist áfram með okkur dæturnar í aftursætinu. þeir sem þekkja til pabba vita nú að hann er nú svona frekar rólegur í tíðinni, maður á virkilega erfitt með að sitja í bíl með honum, en það var nú ekki svo í þessari ferð, því hann glannaði svoleiðis með okkur að sögur hafa ekki farið af öðru eins. fórum svo allar og fjárfestum okkur í betri brjóstahöldum með steypustyktarjárnum, þegar heim var komið, ef ske kynni að við þyrftum að skutla honum aftur vestur eftir jarðarförina.