.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, júní 28, 2003

Ég var að lesa málgangið eins og svo oft áður, og þar stóð (ég held að það hafi ekki verið Fréttablaðið) að þessi helgi yrði sú besta á sumrinu. Það yrði þessi líka skaðræðisblíða út um allt land. Maður réði sér ekki af kæti og hugsaði um allt sem maður ætlaði að gera í góða veðrinu um helgina. En viti menn. Svo bregðast krosstré sem önnur tré, Það er þessi líka úrhellisrigning. Maður verður blautur inn að beini bara við að hlaupa út í bíl. Reyndar finnst mér það allt í lagi, því mér finnst rigningin æðisleg. Bæði að sitja eða liggja og hlusta á hana eða fara út að labba og verða mátulega blautur. Þetta er alveg toppurinn, Einhvern veginn nenni ég samt ekki út að labba núna en tilhugsunin er góð, Annars fór ég í bíltúr í gærkveldi. Kíkti við í kirkjugarðinum hjá henni ömmu, lagðist við hliðina á henni og horfði upp í skýin, engin á ferli (alla vega ekki sem ég sá). Við áttum saman mjög gott spjall (eins og allir sem þekktu ömmu geta ímyndað sér), um lífið og tilveruna. Þetta var mjög notalegt. Ég fór svo út á Kársnes lagði bílnum, skrúfaði niður rúðuna og hlustaði á sjóinn og fuglana. Þetta var sem sagt hin huggulegasta kvöldstund sem ég átti, ein með sjálfri mér (að mestu).
Nú eru systur mínar og foreldrar í sveitinni. Ekki veit ég hvort þau eru að sleikja sólina, frekar en við hér í Kópavoginum, en það var allavega voða gaman hjá þeim í gærkveldi þegar ég hringdi í þau.

Nú var Birna að koma í heimsókn. Henni leiðist alveg jafn mikið og mér. þetta er ábyggilega góða veðrið sem veldur þessu. Meira að segja Arnar sofnaði í bílnum áðan. Við erum búin að gera margar tilraunir til að vekja hann en ekkert gengur. Hann sem er löngu hættur að sofa á daginn.

föstudagur, júní 27, 2003

Well þá er það enn ein andvökunóttin. Ég þarf að fara að gera e-ð í þessu. Samt er það fyndna við þetta (það má nú sjá e-ð fyndið við allt) að ég er ekkert rosalega syfjuð heldur. Það þyrmir yfir mig annað slagið í vinnunni þegar ég sit við tölvuna en annars er þetta allt í lagi. Ég veit ekki hvað er að gerast með mig svefnpurrkuna sjálfa. En skítt með það.

Elsku Meinvill. Þú verður bara að brosa í gegnum tárin. Þetta hefst allt á endanum. Þú getur svo bara fengið þér hund líka :) Ég er búin að segja Birnu frá þessari skelfilegu martröð sem þú fékkst og hún lofaði að passa sig á öllum þrítugum ónytjungum.

fimmtudagur, júní 26, 2003

Ó takk fyrir. Þetta var rétt hjá þér. Ég trúi þér líka alltaf þegar þú segir mér e-ð sniðugt. Hvað segist annars? Það er rosa gaman hjá mér núna því að Lilja er komin í vinnuna aftur. Lífið fer að falla í samt horf þangað til 4 júlí þegar ég fer í frí. Ég verð bara að koma í vinnuna reglulega til að skrifa meðan ég er í fríi :)

Annars sé ég ekkert núna. Það er svo skrýtið að suma daga þá bara nær maður ekki að fókusera á myndina á skjánum. Ég er búin að fara og skvetta köldu vatni framan í mig og allt, en ég bara sé ekki rassg..

Elskulegur Meinvill sendi mér tölvupóst og benti mér á að það væri allt í fokki á síðunni minni, og benti mér á leiðir til að laga þetta. Nú er bara að sjá hvort hún hafi haft rétt fyrir sér með það?

Nei nei. Er ekki bara búið að breyta öllu síðan í gær.

Ég var klár núna. Mætti bara snemma í vinnuna svo ég gæti ´leikið mér í friði í tölvunni. he he en ég sniðug. Annars vaknaði ég kl 5:20 í morgun. Ætlaði bara rétt að ath. hvað klukkan væri, en var svo lengi að fókusera að ég var glaðvöknuð um það leiti sem ég sá hvað hún var. Þá var bara eitt til ráða, fara út að hlaupa. Þannig að núna er ég búin að hlaupa ( hljóp óvenjulengi núna) fara í bað og labba svo í vinnuna. Dugnaðarforkur. Ég sem komst aldrei útúr rúmi fyrr en 10 mín áður en ég átti að mæta einhvers staðar. Grautfúl og leiðinleg. Ætli ég hafi smitast af öllu þessu gamla fólki sem ég umgengst hér í vinnunni á hverjum degi. Eða´er ég bara orðin svo gömul :)

Ásm er alveg að verða búin að helluleggja planið. Vantar bara að fá lánaða steinsög og þjöppu. Þetta verður þvíllíkur munur. En mér finnst eitt slæmt. Ég hef haft þessa fínu afsökun fyrir að vera ekki að skúra gólfið í tíma og ótíma því það berst hvort eð er svo mikill sandur inn. Ég þarf að finna mér aðra afsökun núna, því ekki nenni ég að skúra gólfið. Nó vei.

Ég labbað heim í gær og kom við á leikskólanum til að ná í Arnar. Svo þegar við vorum komin langleiðina þá´þurfti hann að pissa, þannig að ég setti hann á háhest og hálfhljóp með hann, allt upp í móti. Svo stífnaði maður allur upp, því ég var svo viss um að hann myndi míga í hálsmálið á mér eins og hún Munda systir gerði einu sinni við hann pabba (þá voru þau á Austurvelli þegar verið var að kveikja á jólatrénu. Hí hí hí).

miðvikudagur, júní 25, 2003

Ég skal nú bara segja ykkur það. Haldið þið að maður sé ekki bara svoleiðis að púla og þræla bæðí í vinnu og heima að maður fær ekki einu sinni tækifæri til að skrifa. Lilja er ekki enn komin i vinnuna. Ég veit ekki hvaða hangs þetta er í henni. En Siggi sagði mér svo að hún kæmi ekkert fyrr en á morgun. Ég sem var búin að hlakka svo mikið til í dag þegar hún kæmi aftur. Ég verð bara að halda áfram að hlakka til. Trallalala.

Ég er semsagt stödd í vinnunni núna. Búin með skylduverkin, og nenni ekki að byrja á neinu öðru. Enda finnst mér mun meira áríðandi að koma einhverju á blað hér, heldur en að lesa úr einhverjum eldgömlum hjörtum og hálsæðum.

Bæ ðe vei. Mér finnst þessi athugasemd "elskulegrar" systur minnar um að ég hafi verið e-ð drukkin í brúðkaupinu alveg fyrir neðan allar. Það var Ásmundur sem var lang fyllstur þarna. Hann var svo fullur að hann tók ekki eftir því að mamma var edrú. og þá er það nú orðið heldur slæmt.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Þetta er nú það besta tekið á mbl.is
Vændishúsum fjölgað í Aþenu vegna Ólympíuleika
Borgaryfirvöld í Aþenu hafa samþykkt breytingu á lagaramma til að hægt sé að fjölga vændishúsum þar í borg úr 200 í 230 fyrir Ólympíuleikana sem fara fram þar árið 2004........ "Við lítum á sem verið sé að búa til nýja Ólympíuleika sem fara fram á sama tíma og hinir hefðbundnu og við kjósum að kalla "klám-Ólympíuleika".

mánudagur, júní 23, 2003

Guð hvað ég er þreytt núna. Má ég fara að sofa?????

það heitir GPS. íþróttaálfurinn þinn

Já en Meinvill, sjáðu til. Það er yndislegt að vaka á nóttunni. Tala nú ekki um ef maður fer út að labba eins og ég gerði. Ég þarf nú engan ratleik til. Það var bara ég og fuglarnir (að vísu óskaplegur hávaði í þeim sumum), logn, hreint og ferkst loft. Svo af því að það er nú engin með réttu ráði á ferli, þá gæti maður velt sér nakin upp úr morgundögginni ef maður væri þannig stemdur. það keyrði nú reyndar framhjá mér Securitas bíll þar sem ég strunfussaði í átt að Salaskóla. Því er ekki að neita að maður sem sat við stýrið horfði óþarflega mikið á mig. Ábbyggilega ætlað að leggja það á minnið hvernig í liti út ef það yrðu framin skemmdarverk á skólanum sem hann var að vakta. Ég meina komm on. Klukkan var nú orðin fimm. það var alveg að koma dagur. Ég get ekki gert að því þó maður sé orðin svona mikil íþróttatýpa að maður sé andvaka yfir því (he he he that will be the day)

Nú er maður mættur í vinnuna og aðeins farið að draga af manni. Ég semsagt eyddi nóttinni í hægindastólnum mínum með kjöltutölvuna í kjöltunni eins og vera ber. Ég og SM vorum semsagt að spjalla á msn. Hún vildi ekki fara að sofa. Hafði svo miklar áhyggjur af litlu systir. Henni myndi leiðast svo mikið. he he. Ég hætti nú í tölvunni þegar ég fór að finna hitalykt og farið var að rjúka úr henni. Þá var það bara sjónvarpið næst. DVD Sleepless in Seattle. Hún er nú ósköp skemmtileg, og svo Mission Impossible. Ekki mjög líkar myndir, en maður verður nú að hafa smá tilbreytingu í þessu öllu. Klukkan fimm var mér farið að leiðast all verulega þannig að ég fór bara út að labba. Fékk mér laaaannngggaaannn göngutúr rosalega hressandi. Ekki nóg með það því þegar ég var búin að fara í bað þá labbaði ég svo í vinnuna, því strákarnir mínir allir sváfu á sínum grænu eyrum.

Ég held að ég ætti að fara að fá mér kaffi til að athuga hvort ég hressist ekki. Takið eftir ég, kaffi. Mikið djö... er maður langt leiddur. Annars held ég að ég sé bara þunn ennþá. Ég var nú samt ekki svo drukkin en maginn á mér er allur innantómur. Eru þetta e.t.v. magabólgur af stressi, tilhlökkun og gleði. Nei ég ætla að velja þynnkuna. Mér líst betur á hana.

Er í þessum skrifuðum orðum að hlusta á Nigel Kennedy spila Jazz. Verst að það er enginn texti sem ég get skrifað svo þið verðið bara að slá taktinn með mér.

da da da da da

Þetta kallar maður góð viðbrögð. Systir mín elskuleg hrökk með andfælum upp úr rúminu þegar ég byrjaði að skrifa, eingöngu til að svara mér. Mér finnst það sætt. Takk fyrir

ó já Meinvill. Alla vega fannst mér ég vera rosalega fín í gær. (það gerist nú ekki á hverjum degi). Hann donaði ekki að ástæðulausu drengurinn minn. Arnar kom einmitt til mín í dag (meðan ég var frekar þunn) faðmaði mig og sagði:" fallega mamma". þannig að honum hefur nú fundist e-ð varið í átfittið. Hann á nú eftir að smjaðra fyrir kvenfólkinu. Eini karlmaðurinn á þessu heimili sem kemur með svona gullkorn fyrir mann. Enda þurfti ég að naglalakka hann og setja á hann varalit í gær. Hann er efnilegur drengur

Nú fór allt úr skorðum. Ég er búin að sofa meira og minna í allan dag, þannig að núna er ég vöknuð. Þá sá ég mér þann kost vænstan að fara í tölvuna því ég sé fram á langa nótt.

Ég var að lesa sunnudagsmoggann. þar er grein eftir Sveinbjörn I Baldvinsson þar sem hann er að tala um minningargreinar. Hann er að velta fyrir sér hvers vegna Íslendingar skrifi svona mikið af minningargreinum. Endar greinina með því að segja að við séum einkum að skrifa minningargreinar til að létta af okkur tilfinningabyrðinni, sorginni, treganum......... "Þýðir þetta að við Íslendingar gerum inna af því en aðrar þjóðir að tjá sprelllifandi vinum okkar og vandamönnum hvað okkur þyki vænt um þá?" Þar held ég að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Við tölum ekki nóg um það sem skiptir máli. Það virðist endalaust vera hægt að vera með e-ð slúður og kjaftasögur, en þegar kemur að tilfinningum þá þarf að fara að hugsa sig um og stama og stynja. Semsagt Mér finnst þið vera frábær. Þykir alveg afskaplega vænt um ykkur öll (allan þennan fjölda sem er að lesa þetta he he). ok ég veit þið eruð ekki nema þrjár sem lesið þetta. Ég gæti nú svo sem farið að telja upp einhver nöfn, en hver nennir því svo sem (ég gæti líka óvart gleymt e-m, það væri nú ekki gaman) Þeir taka þetta til sín sem eiga það.

Ég las nú líka litla frétt um að það væri ekkert mý á Mývatni núna. OK en það sem ég skyldi ekki var af hverju húsráðendur þyrftu að leita annað eftir æti. ég var að sjálfsögðu tilbúin að æsa mig upp í hverslags vitleysingar þetta væru eiginlega. Éta þau mýið. Ég hefði nú bara verið fegin að vera laus við það. Þar sem ég gat ekki sætt mig við þetta, þá las ég fréttina aftur með gagnrýnum augum. Og viti menn það voru ekki Mývetningar sem voru svona vitlausir heldur var ég ekki með gleraugun á nefinu. Þetta voru Húsendur sem sagt fuglarnir, sem þurftu að leita annað. Eftir það fór ég niður að ná í gleraugun, svo ég myndi ekki gera mig að alg... fífli við lesturinn á restinni á mogganum. Ég bið því Mývetninga og húsendur þeirra auðmjúklega afsökunar á að hafa ruglað þeim saman eitt augnablik.

sunnudagur, júní 22, 2003

váá þetta var rosalega skemmtilegt brúðkaup. Það var sungið og trallað langt fram á nótt. Klukkan var farin að ganga 4 þegar við drusluðumst heim til okkar. Vaknaði nokkrum sinnum, náði að taka inn verkjatöflu einhvern tíman í morgun. Var mest hrædd við að vera þunn, þannig að ég þorði ekki af hreyfa höfuðið á mér neitt mikið. Sofnaði svo aftur og druslaðist ekki fram úr rúminu fyrr en að ganga 3. Fór í bað og er eins og nýsleginn túskyldingur. Gæti að vísu alveg étið einhvern verulega subbulegan hamborgara núna. Svokallað þynnkufæði. En eins og áður sagði þá var þetta e-ð best heppnaða brúðkaup ever. OK ég hef nú ekki farið í mörg en ég held aðþað sé ekki hægt að gera mikið betur en þetta. Það er annað brúðkaup eftir mánuð sem okkur er boðið í, en með fullri virðingu þá efast ég um að það verði sama fjörið þar.