.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, júní 21, 2003

Sveppi kóngur er grein í lesbók moggans í dag. Þar er verið að skrifa um sjónvarpsþætti, og hvað fólk hefur misjafnan smekk. Þar er tekinn þátturinn 70 mín og krufin til mergjar, ok ekki alveg til mergjar en mjög gaman að lesa hana. Þar vitnar greinahöfundur í aðra grein skrifaða af Ármanni Jakobssyni miðaldafræðingi (what) þar sem hann gefur í skyn að 70 mín sé að vissu leyti hliðstæður verki Francois Rabelais (who, æ hann var uppi fjórtánhundruð og eitthvað) sem skrifaði Gargantúi og Pantagrúll (jááá hann, ég á svoleiðis heima hjá mér, hef nú samt ekki náð að lesa hana ennþá). Í greininni segir líka að þeir þremmenningar séu á vissan hátt arftakar Þórbergs, eða Matthildinga. " Munurinn á hinum fágaða og yfirvegaða húmor Matthildinga og grallaralegum kúk- og prump húmor þeirra í 70 mín er væntanlega til marks um breytt menningarástand en ef samlíkingin stenst að öðru leyti getum við átt von á að einhver þeirra Simma, Sveppa eða Audda setjist í ráðherrastól um og eftir 2020."

Þetta er snilld.

Eitthvað það óþæginlegasta sem ég veit það er þegar ég hef verið að ganga eða tala upp úr svefni. Það gerðist einmitt í nótt (hlýtur að vera). Þegar ég vaknaði núna áðan þá var ég klædd í föt sem ég var ekki í þegar ég fór að sofa í gærkveldi. úfff. hvað var ég eiginlega að gera í nótt ég bara spyr. var ég ekki ábyggilega innandyra samt allan tímann (hugsa ég og brosi út í annað þar sem mér dettur að sjálfsögðu elskuleg systir mín í hug Tí hí hí). Mikið rosalega er þetta vont að vakna svona. Mér varð svo mikið um að ég fór bara á fætur um hæl, gat ekki hugsað mér að fara að sofa aftur. Íbúðin lítur alveg eðlilega út þannig að ég er að vona að þetta hafi ekki verið neitt alvarlegt. Ég má þá alltaf þakka fyrir að hafa farið í bolinn, en ekki verið að rölta um ber að ofan. (hrollur).

Annars hélt ég að ég væri hætt þessari vitleysu. Ég hef alla vega ekki verið vör við þetta í lengri tíma. Ég man hér á árum áður þá fannst mér verulega óþæginlegt að sofa annars staðar en heima hjá mér, vegna þess að ég var svo hrædd um að ég færi að rölta um ókunnar slóðir um miðjar nætur. Ég man eftir útskriftarferðinni til Spánar. Við vorum fjórar saman í herbergi og ég vaknaði eitt kvöldið (hafði sofnað langt á undan stelpunum) við það að strákarnir voru komnir í heimsókn og þau voru að reyna að fá mig til að tala við sig. Djöf.... var ég fúl þá. Einu sinni vaknaði ég með vínber uppi í rúmi hjá mér, og annað skipti hafði ég farið fram í eldhús og fengið mér kók (það var á kók en ekki Pepsi Max árunum) en vaknaði við það að ég var að hella því öllu á gólfið en ekki í glas. OK skúra eldhúsgólfið um miðja nótt, með viðeigandi klístri er ekki mjög spennandi verkefni.

Svo þegar við Ásmundur fórum að búa þá var ég að sjálfsögðu búin að undirbúa hann. Hann átti ekki að láta sér bregða þó ég myndi rölta aðeins um eða röfla einhver reiðinnar býsn. Svo þegar ég var ófrísk af honum Ágústi mínum þá þurfti ég að vakna um miðja nótt til að fara á klósett ( sem ég geri alla jafna ekki um miðjar nætur). Ég með mitt fílavaxtarlag var að reyna að læðast út út rúminu, þar sem mér fannst óþarfi að hann myndi vakna líka, þegar ég fann gripið þéttingsfast í nærbuxurnar mínar, og hvæst á mig: " hvert þykist þú vera að fara". Mér brá svo mikið að ég hrökklaðist aftur upp í rúm, og hvíslaði með hræðslu í röddinni: "ég ætlaði bara að fara að pissa". Eftir smá stund fékk ég nú kjarkinn aftur og komst á klósettið, en mér fannst þetta nú samt svolítið sætt. Hann var að passa að ég væri nú ekki að rölta um (guð má vita hvar) með bumbuna út í loftið.

En mér var semsagt ekki hlátur í hug þegar ég vaknaði áðan.

föstudagur, júní 20, 2003

Við systur og unglingurinn fórum í leiðangur og keyptum brúðargjöfina. Við erum allavega alveg rosalega ánægðar með gjöfina, en ef brúðhjónunum líkar hún ekki þá er það bara voða leiðinlegt fyrir þau. Ég ætla nú ekki að segja ykkur hér og nú hver gjöfin er, ef ske kynni að þau myndu ramba á síðuna mína. Þau myndu e.t.v. afturkalla boðið. Við tökum enga sénsa hér.

Nú er komin enn ein helgin. Hvernig er þetta eiginlega. Mér finnst eiginlega eins og vikurnar þjóti áfram. Samt finnst mér síðustu þrjár vikur hafa verið svo lengi að líða. hvernig fer þetta tvennt eiginilega saman??? ég bara spyr?

Annars er ég komin heim með fína brjóstahaldarann minn, sem er nú ekki í frásögur færandi, nema hvað að nærbuxurnar sem við SM vorum svo hrifnar af í gær G strengur með dúskum, við keyptum þær að sjálfsögðu. Við erum nefnilega svo heppnar að hafa unglinginn sem getur klæðst öllum þessum fötum sem okkur finnast svo æðisleg en eru ekki alveg framleidd í okkar númerum!!!!! Þannig að endar ansi oft á því að þegar ég fer til að reyna að finna mér föt, þá enda ég með að kaupa e-ð handa unglingnum.

Í dag ætla ég að enda á lagi úr konungi ljónanna sem Birna minnti mig á í dag (dem). Þetta er mjög grípandi lag sem maður fær alveg skelfilega mikið á heilann, og er í marga marga daga að skolast út aftur. þannig að ef ég fer að syngja þetta í brúðkaupinu á morgun þá er það allt Birnu að kenna.

Nú á ég fullt af úrvals kartöflum, dillillidei
bestar bragðast soðnar potti í (damm damm damm)
rauðar, hvítar, sumar á stærð við haus.
(sungið af Sasú í Konungi Ljónanna)

fimmtudagur, júní 19, 2003

Það er svo fyndið þegar maður situr einn með sjálfum sér og hugsar, þá dettur manni allt mögulegt sem ómögulegt í hug að segja. Svo þegar að því kemur að maður á að fara að tala, þá vefst manni svoleiðis tunga um tönn, og svelgist svoleiðis á munnvatni að manni liggur við köfnun, með hóstakasti og viðeigandi vandræðum. Svo þegar maður er búin að stama sig í gegnum samtalið, þá getur maður aftur farið að hugsa, af hverju sagði ég ekki þetta eða hitt. En svona er lífið Tímon. Hættu þessu voli og taktu þig bara á, stelpa. Hvað gæti svosem gerst.

All I wanna do is please you,
please my self and living my life to.
(Thicke)

AKr kom til mín áðan og lánaði mér sjöl til að nota í brúðkaupinu á laugardaginn. Ég var líka búin að fá lánað hjá henni Möggu í vinnunni, svo nú verð ég bara að fara að máta og sjá hvernig þetta kemur allt saman út. Mikið verður maður nú fínn og flottur, eins og alltaf.

vi ses

Mér tókst það. Ég keypti mér undirföt. Ok ég tímdi ekki að kaupa nærbuxurnar en brjóstahaldarinn var fínn. Ég bara neita að kaupa mér nærbuxur á 2400 kr. komm on. Förum bara í Hagkaup og kaupum sparnaðarpakka af nærbuxum sem ná upp að brjóstum. Gætum jafnvel sparað okkur brjóstahaldarann fyrir vikið. He he. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Ekki spennandi. En það hlýtur að vera hægt að finna falleg undirföt á þokkalegu verði. Það var bara verið að loka búðinni sem ég var í þannig að ég gat ekki skoðað almennilega. Ég á sko alveg áræðanlega eftir að fara þangað aftur. HB Strandgötu Hafnarfirði. Nú verður Haukur voða glaður. Allt svo gott í Hafnarfirði. Annars sáum við SM nærbuxur í búðinni, sem við vorum að spá í að kaupa fyrir hann Kalla. G streng með dúskum á. Honum getur nú ekki fundist það ljótt. :) Ég veit ekki hvað Ásmundi finnst um það að ég fari í undirfataleiðangur, og eina sem mér detti í hug og Kalli, og hvernig honum finnist viðkomandi nærbuxur. hmhmhm

Váááá. Þvílíkt puð. Lilja Komdu heeeeiiiimmmmm. Nei grín. Reyndar var þetta óvenjustrembin dagur. Það var einhvern vegin allt í bulli á tímabili, en nú er allt gott því ég er búin að skanna alla mína. Ligga ligga lá. Nú bara bíð ég eftir að kl verði 4 þannig að ég getir farið að staulast heim. Ég nenni ómögulega að lesa úr hálsæðum, eftir þetta stapp. Það er allt í lagi ég var svo dugleg í gær.

miðvikudagur, júní 18, 2003

I feel good (durudurudurudu)
I new that I would.

Ég er nú eiginlega alveg hætt að hlusta á nokkra tónlist af viti. Ég skil nú ekki af hverju, því ég veit ekkert skemmtilegra (eða fátt allavega) en að spila góða tónlist og syngja með. En ég var að horfa á Popp tíví um daginn og sá myndband með strák sem kallar sig Thicke, með lag sem heitir When I get you alone. Ég held að þetta sé bara besta lag sem ég hef heyrt lengi. Hann notar fimmtu sinfoníuu Beethovens í laginu. Þetta er algjör snilld. Spilist hátt stillt. 'Eg strunsaði út í búð og keypti mér diskinn. 'Eg af öllum. Hef ekki keypt mér geisladisk árum saman. Nú hlusta ég á þetta í vinnunni og iða öll í takt, og reyni að syngja ekki með, því ég er ekki viss um að hinir hafi neitt gaman af að heyra gaulið í mér allan daginn. En sem sagt ég mæli með laginu.

Þó maður hafi verið andvaka í nótt, þá fór maður að sjálfsögðu út kl 06. Ég lét mér nú duga að fá mér göngutúr í dag svo ég nái að vaka í vinnunni. Lilja er búin að yfirgefa mig. Hún fór til Englands og skildi mig eftir hér á Fróni. Skil ekkert í fólki að vera þvælast þetta til útlanda í tíma og ótíma. Væri nær að vera í vinnunni. Huhh. (ein sem vill fá að fara líka). Ég þarf hins vegar að bíða fram í ágúst eftir að fara til DC. Ég auglýsi hér með eftir ferðafélaga. Lilja verður með mér seinni vikuna. Mér finnst ekki hægt að húka svona ein. Reyndar á það ágætlega við mig að vera ein í ró og næði annað slagið, en það væri nú ósköp gaman líka að hafa einhvern með sér. Sérstaklega ef viðkomandi gæti hjálpað mér við að kaupa mér kjöltutölvu. Það er ekki hægt að treysta alltaf á að Ásmundur komi með þennan Makka alltaf með sér heim.

Nú þarf ég að fara að huga að brúðargjöf fyrir hana Vigdísi frænku mína og Jakob Fal. Ég held ekki að þau séu þessar týpur sem séu með gjafalista í ´Tékk Kristal, en maður veit þó aldrei. Mér finnst persónulega skemmtilegra að fá e-r listaverk og svoleiðis heldur en disk í stellið. En þetta er jú allt saman smekksatriði. Þau eru nefnilega eins og ég, bara ívið verri meira að segja. Þau voru byrjuð saman 1987 þegar ég var að dingla mér á Ísafirði, þannig að þau hljóta nú á þessum tíma vera búin að fá sér matardiska og hnífapör, eða hvað???

Talandi um Ísafjörð. Það vorunú ekki leiðinleg sumur þar. Þvílík drykkja sukk og svínarí. En samt sem áður ekkert slegið af í vinnu. Unnið í 13 tíma við að steikja hamborgara og pizzur, farið á ball og fyllerí strax eftir vinnu og fram á nótt. Fá sér kríu í 2-3 tíma og svo aftur 13 tíma vinna. Í dag er maður alveg búin að vera eftir nokkra bjóra. Enda er aldurinn farinn að færast yfir mann. Snökkt. (með söknuði í röddinni).

EN það þýðir ekkert að ´gráta Björn bónda heldur safna frímerkjum.

Wow. Er maður andvaka eina ferðina enn. Ég þarf að fara að hætta að hlusta á alla þessa slökunardiska, ég er hætt að sofa nokkuð. Er bara ekkert syfjuð, fyrr en ég er sest fyrir framan tölvuna í vinnunni, ég á ekki við þetta vandamál að stríða hérna heima í tölvunni. Sit í rauða hægindastólnum mínum með kjöltutölvuna á lærunum. Merkilegt hvað þessi kvikindi hitna mikið. Þetta eru orðin léttsteikt læri hérna.

Ég var að lesa moggann áðan. OK ég veir að klukkan er 5 að morgni !! Þar var frétt um beint leiguflug til Japan (ekki það að ég sé að spá í að skreppa) en það var nafnið á ferðaheildsalanum sem að mér fannst fyndið. Kinki Nippon Tourist. Hmmm. Vill maður ferðast með Kinki ferðaskrifstofu. Ég held ekki. En það er auðvitað smekksatriði.

Við fórum að sjálfsögðu í skrúðgöngu í dag eins og sönnum íslendingum ber. Það var bara ljómandi fínt veður. Hlýtt, logn og engin rigning, alla vega ekki meðan við vorum úti. Þvílíkur mannfjöldi á Rútstúni. (maður fer nú ekki að svíkja gamla góða Rútstúnið). Það var á köflum ekki hægt að komast ferðar sinnar. Ég man í fyrra þá vorum við með Arnar í kerru, og það er alveg vonlaust dæmi. Túnið hefur minnkað svo mikið eftir að sundlaugin var stækkuð, og bærin stækkað alveg heilmikið. En þetta er bara gaman.

þriðjudagur, júní 17, 2003

Túrverkir eru undarlegt fyrirbrigði. Og þó ekki. Það er ekkert undarlegt að maður finni fyrir e-u miðað við hvað gengur á inní manni. En kommon, vera með túrverki frá egglosi og til enda bl... (semsagt rúmar tvær vikur) finnst mér vera einum of. Ég er semsagt á fyrsta degi verkja í dag, eða með öðrum orðum trúlega með egglos og ég er ekki frá því að það sé vinstra megin núna. Það sem mér finnst undarlegast er að verkirnir versna í hverjum mánuði. Og ef þú hefur ekki áhuga á pillunni eða hormónalykkjunni, þá verður þú bara að hafa þína verki. Shit happens. Fáum okkur verkjatöflu og förum að sofa.

Until next time.......

Það var nefnilega akkúrat það sem mér datt í hug. AK og SM að taka blómamyndir. Ég hefði hlegið mig máttlausa ef þetta hefði verið þið. Tí hí hí.

Ég var að lesa bókina Hella eftir Hallgrím Helgason. Þvílík langloka. Þetta eru svo miklar náttúrulýsingar og manni dauðleiðist. Ég hafði þetta samt af, en það hefði verið hægt að koma söguþræðinum fyrir á tveimur opnum. Ásm. heldur því reyndar fram að hinar bækurnar hans séu ekki svona leiðinlegar, þannig að ég ætla að halda áfram að reyna að lesa e-ð eftir hann.

Hæ hó jibbý jei og jibbý jei
það er kominn 17. júní.

Ætli það verði jarðskjálfti í dag?? Nei varla. Ég var einmitt að rufja þetta upp í vinnunni í gær. Þegar seinni skjálftinn var fyrir þremur árum. Þá var ég komin 8 mán. á leið stödd í sumarbústað í Miðhúsaskógi, ekki langt frá upptökum skjálftans. Ég sat á bak við eldhúsborðið, og Ágúst var sofandi inn í einu herbeginu. Þegar skjálftinn byrjaði, þá ruddist ég af stað með tilheyrandi fyrirgangi (ég er nú á við meðal fíl svona dagsdaglega, hvað þá ólétt) því ég ætlaði inn í herbergi til Ágústar. Það skyldi ekkert koma í veg fyrir það. Maður getur nú svo sem hlegið eftir á, en þessar sekúndur var manni ekki hlátur í hug.

Annars var ég að lesa moggann í morgun. Mér fannst fréttin sjúkrabíll við skordýramyndatöku alveg frábær. Það var einhver sem kallaði á sjúkrabíl vegna þess að það lá maður í hnipri í grasinu, og hreyfði sig ekki. Þegar sjúkrabíllinn kom á staðinn þá kom í ljós að þetta var maður sem var að taka myndir af skordýrum. he he

mánudagur, júní 16, 2003

Vertu ekkert að gera grín að götunum mínum. Ég var næstum farin á hausin við að kaupa lokkana. Mig langaði nebblilega í gullhringi, en þeir sem hentuðu mínum einfalda smekk kostuðu 4000 kr parið. Semsagt 8000 kr í eyrun á mér. Ég var nú ekki alveg tilbúin að punga því út, þannig að silfur lokkar á 500 kr parið hentuðu mínum eyrum mikið betur. Só, silfur skal það vera.

Annars er eitthvað dauft yfir hugmyndafluginu hjá mér núna. Ég er að horfa á Grímuna. Voðalega er þetta e-ð uppskrúfað lið. OK ég skal viðurkenna það, að það eru ekki allir þannig, en frekar margir. Jæja ég segi það ekki, fólk hefur misjafnan smekk, sem betur fer, því annars væri ekkert fyrir mann að tala um. hehe. En mér finnst þetta í sjálfsögðu hið besta mál að hafa svona verðlaun, alveg eins og Edduna.